Austurglugginn - 14.11.2014, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 14. nóvember AUSTUR · GLUGGINN
Ritstjóraspjall
Í síðastu viku var fjallað mál grunn-
skólans á Stöðvarfirði og baráttu
íbúa þar fyrir því að halda kennsl-
unni á staðnum. Í leiðara kom
fram að slík mál yrðu væntanlega
meira áberandi á landsbyggðinni
á komandi árum.
Víða um land bíða erfið mál úr-
lausnar – og þau eru erfið ekki síst
fyrir það að þau verða gerð persónu-
leg enda munu þau oftar en ekki
snúa að persónulegum hagsmunum
fólks og jafnvel öryggi og afkomu.
Margir standa í þeirri trú að heim-
urinn breytist lítið – eða þá að flest-
ar breytingar séu til hins verra og
því sé betra að halda fast við fyrri
háttu. Það er og í eðli mannsins að
finna öryggi í hinu þekkta en að
hræðast það óþekkta og framandi.
Þess vegna eiga nýjar hugmyndir
sem kollvarpa þekktum gildum oft
erfitt uppdráttar.
En lífið stendur ekki kyrrt – held-
ur er samfélagið allt á hraðferð í
örum breytingum og flestir þættir
dagslegs lífs hafa tekið stórfelldum
breytingum á liðnum áratugum –
en oft er það þannig að við sem
lifum í breytingunum miðjum,
tökum ekki eftir þeim fyrr en við
reynum að stíga út fyrir og horfa
yfir sviðið.
Eðli og mikilvægi einstakra byggða-
kjarna á landsbyggðinni hafa breyst
verulega með breytingum í atvinnu-
háttum, samgöngum og breyttri
samfélagsskipan. Það að einn eða
fleiri einstaklingar stappi niður
fótum og neiti að aðlagast breyting-
unum hefur engan tilgang annan
en þann að lífið heldur áfram á
hámarkshraða – en sveigir og fer
framhjá. Þeir þrjósku sitja þá og
horfa á eftir.
Nú er þetta ekki skrifað til að rétt-
læta það að grunnskóla sé lokað á
einum stað til að ná hagræðingu
– heldur til að vekja athygli á því
að það eru erfið viðfangsefni fram-
undan og einhvern tíma verða
menn að hafa kjark til að fara að
ræða þau og komast að einhverri
sameiginlegri lausn – sem hefur
stuðning og tiltrú meirihluta íbúa.
Við þurfum að horfast í augu við
að hagsmunir einstaklings þurfa
ekki að vera þeir sömu og hags-
munir allra í þorpinu. Og við
þurfum líka að horfast í augu við
að hagsmunir eins tiltekins þorps
þurfa ekki að vera þeir sömu og
hagsmunir fjórðungsins
Lokun pósthúsa og bankaúti-
búa hefur valdið uppnámi víða á
Austurlandi og menn hafa lokað
bankareikningum sínum og flutt
viðskipti sín af því að banki sér sér
ekki lengur hag í því að starfrækja
útibú á tilteknum stöðum. Lok-
un bankaútibúa er ekki sjálfstæð
ákvörðun sem tekin er af mann-
vonsku – heldur eitt birtingarmerki
breytinga í samfélaginu – og þessar
breytingar munu halda áfram.
Við þurfum öll að taka afstöðu til
þess hvernig við viljum verja því
fé sem við höfum til ráðstöfunar í
heilbrigðismálum, öldrunarmálum,
dagvistarmálum og skólamálum svo
fá dæmi séu nefnd. Peningarnir sem
við höfum eru takmörkuð auðlind
– og peningum sem eytt er á einum
stað verður ekki eytt annars staðar.
Þess vegna verður forgangsröðin
að vera klár.
Það er ekkert sjálfgefið að eftir 10 ár
eða 20 verði skólar þar sem þeir eru
í dag eða hjúkrunarheimili. Þessar
stofnanir, rétt eins og bankaútibú og
pósthús, þurfa „viðskiptavini“ til að
vera rekstrarhæfar einingar. Þetta
vita allir innst inni hvort heldur
menn viðurkenna það eða ekki.
Það verða miklar breytingar í
búsetu fólks á næstu áratugum –
breytingarnar verða hvort sem við
viljum eða ekki. En málið er þetta
- ef við ekki erum með í að skipu-
leggja framtíðina, þá gerir einhver
annar það fyrir okkur og jafnvel að
okkur forspurðum.
Á þessum miklu breytingatímum
er að komast í vana hjá mér að
minna fólk á orð Darwins – sem
reyndar eru oft höfð rangt eftir -
en Darwin taldi grundvöll þróunar
tegundanna byggjast á því að þau
hæfustu lifðu af. Oft er talið að átt
sé við hina sterkustu – en það er
rangt. Darwin taldi þá sem best
aðlaga sig breytingum hafa mestu
möguleikana til að lifa af. Við ætt-
um að hafa það í huga.
Salb
Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Sverrir Mar Albertsson • Fréttir: 477 1750 / frett@austurglugginn.is
Auglýsingar: 696 6110 / auglysing@austurglugginn.is • Áskriftarsími: 477 1571 • Umbrot og prentun: Héraðsprent.
Efnisvinnsla og auglýsingasala: Austurfrétt ehf. • Gunnar Gunnarsson blaðamaður • Sigríður Lund Hermannsdóttir blaðamaður
• Stefán Bogi Sveinsson auglýsingastjóri • Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf., Búðareyri 7, 730 Reyðarfjörður
Dagar myrkurs standa nú yfir og
er hægt að njóta viðburða af ýmsu
tagi um allt Austurland. Robyn
Vilhjálmsson leikskólakennari var
ein af þeim sem tók þátt í dagskrá
hátíðarinnar í Neskaupstað. Þar var
hún með kynningu bók sinni Píla í
sveitinni sem hún gaf út árið 2012.
Bókin var hluti af útskriftarverkefni
Robyn en hún lauk leikskólakenn-
aranámi frá Háskólanum á Akur-
eyri sama ár.
Robyn Elisabeth Vilhjálmsdóttir
er fædd og uppalin í Ástralíu. Hún
er 58 ára gömul og kom til Íslands
fyrir tæpum þrjátíu árum til að vinna
í fiski. „Ég hafði ferðast víða og var
búin að vera að vinna í Bretlandi,
Írlandi, Frakklandi og fleiri stöðum.
En ég var stödd í Mexíkó og átti
200 dollara í vasanum þegar mér
bauðst að fara til Íslands að vinna
í fiski. Mig langaði alls ekki heim
svo ég dreif mig í Neskaupstað og
þar hef ég verið síðan,“ sagði Robyn
þegar Austurglugginn heyrði í henni
á dögunum til að forvitnast aðeins
um hana og bókina.
Það var ástin sem varð til þess að Ro-
byn snéri ekki aftur til Ástralíu, en í
frystihúsinu í Neskaupstað kynntist
hún manninum sínum, Sigurði Þór
Vilhjálmssyni, sem þá var þar verk-
stjóri. „Hann gerði mér það alveg ljóst
í upphafi, þegar við vorum að byrja að
vera saman, að hann ætlaði aldrei að
fara frá Neskaupstað, þannig ef við
ætluðum að vera saman þá yrði ég
að vera hér. Síðan eru liðin tuttugu
og átta ár. Hann er svo mikið æði
þessa elska og ég sé ekki eftir neinu.“
Píla í sveitinni
En segðu okkur frá bókinni. „Bókin
var hluti af útskriftarverkefni mínu
í leikskólafræðum. Ég valdi að taka
fyrir sjálfbærni. Ég velti því fyrir mér
hvernig ég gæti kennt leikskólabörn-
um þetta hugtak, enda er sjálfbærni
stórt orð. Ég ákvað að lokum að taka
fyrir landbúnaðinn og kenna krökk-
unum um húsdýrin. Aðalsöguhetjan
er hundurinn Píla sem er fjárhundur.
Píla var til og var fjölskylduhundur-
inn okkar til margra ára, en hún er
farin núna. En Píla kemst í kynni
við kindur, hesta, kýr og hreindýr
og í gegnum hana er lært um dýrin,
húsakynni og lífshætti þeirra. Ég
komst að því í rannsóknum mín-
um að krakkar eru ekki svo mikið
í tengslum við sveitina, og kannski
ekki skrýtið því að barnabækur fyrir
börn á aldrinum 3-4 ára um húsdýr
eru mest innfluttar og íslenskaðar.
Erlendis er veruleikinn öðruvísi en
hér heima,“ segir Robyn.
Robyn myndskreytti bókina sjálf
enda mikill listamaður til margra ára.
„Já,ég myndskreytti bókina sjálf enda
hef ég teiknað og málað allt mitt líf.
Bókin er tvískipt þannig að það er
hægt lesa textann og skoða myndirnar
um leið. Ég er sátt við útkomuna.“
En er önnur bók á leiðinni? „Ég er
löngu komin með hugmynd, mig
vantar bara tíma. Ég er byrjuð að
gera teikningarnar og ætli ég noti
ekki jólafríið til að vinna í textanum,“
segir þessi fjölhæfa kona að lokum.
Píla í sveitinni fæst í Húsi hand-
anna á Egilsstöðum og í Kaffihús-
inu Nesbæ í Neskaupstað.
SL
Píla í sveitinni - Barnabók ætluð leikskólabörnum