Austurglugginn - 14.11.2014, Side 7
AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 14. nóvember 7
á eitthvað sem er annars flokks. Við
viljum gera þá kröfu að hlutirnir séu
eins hér og í Reykjavík eða erlendis
og það hef ég einsett mér. Ég vil gera
hlutina þannig við getum við verið
stolt af þeim.“
Á sama tíma og Þráinn er þakk-
látur fyrir viðtökur heimamanna við
Saltinu vonast hann til að þeir taki
þátt í að byggja upp lífið í Valaskjálf.
„Þetta er ekki bara ég. Ég vil líka
að heimamenn komi með eitthvað
í húsið.“ Hann nefnir þó að semja
þurfi um veru Leikfélags Fljótsdals-
héraðs og hafnar því að vera með
fastan samning við sveitarfélagið
sem hann kallar „blóðgjöf“. Ég hef
sjálfur gagnrýnt þann samning og því
væri það síðasta verk mitt að ætla að
framlengja hann.“ Hann vill frekar
sjá þá fjármuni nýtta í að styðja við
félagasamtök. „Ég sé þetta fyrir mér
sem menningarhús. Sumum þykir
ég brattur að hnýta því nafni við en
þetta hefur lengi verið menningar-
húsið. Ég vil að þegar menn koma
inn í húsið fái þeir á tilfinninguna
að þeir komi inn í gamaldags félags-
heimili, þótt mér sé meinilla við það
heiti. Ég tala um menningarhús eða
héraðsheimili, eins og það hét í gamla
daga. Allar framkvæmdir miðast við
að menn fái þá tilfinningu sem ríkti
hér áður.“
Austur í afleysingar
Atgangurinn er slíkur að erfitt er
að ræða saman í næði í salnum. Við
færum okkur því inn á eitt af her-
bergjunum sem tímabundið gegnir
einnig hlutverki kaffistofu starfs-
manna. „Ég kom hingað eiginlega
fyrir tilviljun. Ég átti þrjá veitinga-
staði í Mexíkó en það má segja að
fyrrverandi konan mín (Þurý Bára
Birgisdóttir) hafi narrað mig heim
í frí. Hún ætlaði sér aldrei út aftur.
Ég hafði tekið að mér smá verkefni
fyrir vin minn á Akureyri en hann var
svikinn um húsnæði á síðustu stundu.
Verkið datt því upp fyrir en ég stóð
eftir eins og strandaglópur. Við vorum
búin að ráða okkur á Edduhótel um
sumarið og vorum því á milli vita.
Auður (Ingólfsdóttir) á Hótel Hér-
aði auglýsti eftir matreiðslumanni til
að leysa af, ég hringdi í hana og hún
réði mig á staðnum. Þegar ég var í
bílnum á leið austur með þáverandi
konu minni með það litla sem við
áttum hérlendis hringdi Auður og
sagðist hafa gleymt að segja mér
að stöðunni fylgdi að kenna í Hús-
stjórnarskólanum. Það datt mér ekki
í hug að gera. Bróðir minn (Garðar
Lárusson) er áfangastjóri við Verk-
menntaskólann á Akureyri en ég
er ekki kennaratýpan. Þegar ég var
kominn austur fór Auður hins vegar
með mig á rúntinn, sýndi mér hér-
aðið og skólann og ég varð einhvern
veginn ástfanginn af honum.“
Þráinn segist sérstaklega hafa séð
tækifæri til að vinna með krökkum
sem ekki fundu sig í hinu venjulega
skólakerfi. Því hafði hann kynnst í
gegnum son sinn, Lárus Stefán. Hann
varð fyrir alvarlegu einelti sem gerði
skólagöngu hans afar erfiða. „Hann
var voðalega tilfinninganæmur en
lífið fór mjög illa með hann og hann
náði aldrei að sætta sig almennilega
við það,“ segir Þráinn. Lárus Stefán
fluttist austur 17 ára gamall og var
þar í skóla. Hann fetaði sig áfram í
matreiðslunni og gekk þar vel. „Þótt
ég segi sjálfur frá þá er hann eitt
mesta efni sem ég hef séð. Hann
höndlaði hins vegar ekki annað í
þessu starfi. Þetta er ruddaheimur
og hefur versnað með kokkum eins
og Gordon Ramsey sem er ósmekk-
legheitin uppmáluð. Hann hefur stór-
skaðað bransann því það er fullt af
kokkum sem halda að það sé fínt að
hegða sér svona.“ Lárus Stefán tók
eigið líf sumarið 2008 en í minningu
hans voru stofnuð landssamtök for-
eldra eineltisbarna og uppkominna
þolenda, Jerico.
Tapaði öllu og fjölskyldunni
líka
Sjálfur kveðst Þráinn ekki hafa rekist
innan þess skólakerfis sem þá var í
boði. Hann er uppalinn Akureyring-
ur, fæddur 15. apríl árið 1962. Mat-
reiðsluáhuginn kviknaði á heimilinu.
„Ég var farinn að baka gerbrauð tíu
ára gamall. Mamma gat það ekki og
hló að því.“ Saman við matreiðsluna
tvinnaðist sköpunarþörf sem Þráinn
fær meðal annars útrás fyrir í dag
með því að hanna húsin sem hann
byggir og rekur. Hann skráði sig í
Menntaskólann á Akureyri því „í
fjölskyldunni átti ég að gera það“ en
kunni illa við sig í „forpokasnobbaðri
menntastofnun.“ Hann hætti í skól-
anum og hellti sér út í ljósmyndun
sem hann hafði kynnst í MA. Það
nám sem hann langaði í var ekki í
boði á Akureyri en úr varð að Þráinn
byrjaði að læra matreiðslumeistarann.
Það var í eitt ár. „Þá nennti ég því
ekki lengur. Ég hafði ekki þolin-
mæði fyrir skóla, var ofvirkur fyrir
allan peninginn með athyglisbrest,
lesblindu og allt. Ég fór suður til að
verða ljósmyndari. Það varð hálf-
gerð tragedía heima hjá mér. Ég fór
þegar foreldrar mínir voru að heiman
og bjó í tjaldi fyrst. Ég sat svo bara
uppi á kontór á Vísi og ætlaði að fá
starf. Ég lét ritstjórann ekki í friði.“
Þráinn segir að störfin hafi þá ver-
ið fá því ljósmyndarar voru nánast
æviráðnir. Hann var samt gerður að
aðstoðarmanni ljósmyndara og þegar
sá hætti eftir árið fékk ég stöðuna.
Síðan sameinuðust Dagblaðið og
Vísir og þá var draumurinn úti.“
Þráinn fór því aftur heim til Akur-
eyrar, lauk matreiðslumeistaranáminu
og hellti sér fljótt út í rekstur. „Ég var
22 ára gamall þegar ég rak Laxdals-
hús fyrir eigendurna og 24 ára var ég
kominn með fyrsta fyrirtækið mitt.
Í þessu brasi stóð ég þar til ég var
31 árs. Á tímabili átti ég meira og
minna veitinga- og skemmtanalífið
á Akureyri en ástandið varð erfitt
þegar SÍS-verksmiðjurnar fóru og
Akureyri hrundi. Ég var hengdur upp
á fótunum fyrir tíu milljóna króna
skuld. Ég vil meina að ég hafi verið
í vitlausum banka. Ég hreinsaði út
úr Sjallanum þegar ég opnaði mína
staði. Þeir reyndu að selja mér staðinn
en ég vildi það ekki. Þeir lánuðu svo
öðrum fyrir Sjallanum og það varð
meiri hagur fyrir þá að hann gengi
en ég. Þess vegna var ég skorinn. Ég
gerði mér ekki grein fyrir þessu fyrr en
löngu síðar en þetta fór illa með mig,
ég tapaði öllu og fjölskyldunni líka.“
Peningar koma og fara eins
og rútur
Tíundi áratugurinn fór því í heims-
hornaflakk. Þráinn bjó á Ítalíu, Spáni,
í Noregi, Egyptalandi Tékklandi
og Mexíkó auk þess að heimsækja
fjölda annarra landa. Hann kveðst
líta á sig sem fræðimann um mat og
eftir hann liggja bækur á því sviði.
Bókaskrifin leiddu hann til Oazaca
í Mexíkó. „Við bjuggum í Noregi
þar sem konan mín var í hótelstjór-
anámi og ég var að klára mikið verk
um krydd. Ég hafði skilið Ameríku
eftir því mér fannst ekkert þangað að
sækja. Ég kynntist hins vegar Banda-
ríkjamanni sem þekkti vel til mexí-
kóskrar matargerðar og sýndi mér
að það vantaði stóra hluta í bókina
mína. Ég tók því næstu vél til Mexíkó
og leitaði uppi matreiðslumeistara á
netinu sem var með námskeið. Strax
tókust góð kynni með mér og þessari
konu og manninum hennar líka. Það
var eins og við hefðum alltaf þekkst.
Hann var landflótta Sílemaður, pabbi
hans hafði verið ráðherra í Allende-
stjórninni en tókst að flýja með hann
yfir landamærin þegar byltingin var
gerð og þeir ílentust erlendis. Ég fór
Iðnaðarmaður að störfum á hótelherbergi. Mynd: GG
Framkvæmdir við Valaskjálf. Nýr veitingasalur á að koma innan girðingarinnar þar sem gula grafan er. Mynd: GG