Austurglugginn


Austurglugginn - 14.11.2014, Blaðsíða 6

Austurglugginn - 14.11.2014, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 14. nóvember AUSTUR · GLUGGINN Veitingamaðurinn Þráinn Lárusson stendur í stórræðum þessa dagana við að endurbæta húsnæði Valaskjálfar á Egilsstöðum. Hann á og rekur einnig stærsta hótel fjórðungsins á Hall- ormsstað og vinsælan veitingastað á Egilsstöðum. Hann kom austur með borð og kommóðu fyrir þrettán árum í stutt frí frá rekstri veitingastaða í Mexíkó. Austurglugginn settist nið- ur með Þráni og ræddi við hann um uppbygginguna, heimshornaflakkið og mexíkóska matargerð. „Ég ætla að gera alla skapaða hluti. Ætli þetta sé ekki eilífðarvinna?“ segir Þráinn. Við sitjum í hliðarsal í Vala- skjálf. Inni í stóra salnum er að byrja leikæfing og við heyrum í borvélum og sögum þar sem verið er að vinna í leikmyndinni. Í gegnum gluggann berast skruðningar frá gröfu sem hamast á klöpp. Þar á að koma alls 250 fermetra hús með veislusal á efri hæðinni og afþreyingarsvæði á þeirri neðri en Þráinn er ekki tilbúinn að ljóstra strax upp hvað verði þar. Áður en við settumst niður gengum við um húsið. Gengið var frá kaupum Þráins á því í byrjun september og fyrst var ráðist í að lagfæra félagsheimilið sem opnað var árið 1966. Þar hefur verið tekið frá stóru gluggunum í salnum, hann málaður í ljósu og opnað inn í hliðarsalinn. Samansafn af drasli er í bíósalnum uppi undir risi. Þráinn stefnir á að hefja bíósýningar á ný en fyrst þarf að taka salinn í gegn og meðal annars lyfta þakinu. Þrá- inn slær þó varnagla. „Það er ekkert launungarmál að það eru ákveðnir þættir varðandi byggingareglugerðir sem geta komið í veg fyrir þetta.“ Iðnaðarmenn eru að störfum í hótel- hlutanum, sem er tólf árum yngri. Á efri hæðinni er verið að mölva flísar af baðherbergjum. Í 17 af 39 her- bergjum þarf að rífa allt inn í stein. Hin eru nýuppgerð en á þeim verða þó gerðar töluverðar breytingar. „Vandamálið er að herbergin eru lítil og því þarf að horfa til annarra þátta til að gera hótelið aðlaðandi. Það er ekkert gaman að opna inn í skáp. Við ætlum að fara aðrar leiðir til að koma gestunum á óvart og fanga athygli þeirra. Það verður ekk- ert svona hótel á Austurlandi, jafn- vel ekki landinu. Við ætlum líka að leggja áherslu á aðra þætti í þjónustu og vera með nýbreytni í henni og mat. Við ætlum hvorki að keppa við aðra eða okkur sjálf heldur bæta í flóruna. Við getum ekki gert eins og hinir.“ Í kjallara hússins eru líka iðnaðar- menn, þar er verið að koma upp vinnslueldhúsi sem verður stærra en það sem er á efri hæðinni. And- dyri félagsheimilisins verður ekki breytt strax en gert er ráð fyrir að framkvæmdunum verði lokið áður en ferðamannatraffíkin byrjar í vor. Hvað varðar félagsheimilið segist Þráinn hóflega bjartsýnn. „Ég sé fyrir mér að reyna þetta í þrjú ár en ef ég sit uppi með tómt hús og tap- rekstur, því menn mæta ekki á það sem er boðið er upp á, þá get ég ekki staðið í þessu. Ég er líka með plan B. Það eru til teikningar af þeim hluta sem hóteli en mig langar ekki að fara eftir þeim.“ Valaskjálf skipar sérstakan sess í hugum margra Héraðsmanna – og reyndar fleiri Austfirðinga. Þangað sóttu menn margvíslegar samkomur: Böll, skemmtanir, leiksýningar og það gegndi meira að segja hlutverki íþróttahúss fyrstu árin. Þráinn hefur ekki þá tengingu og viðurkennir að þrátt fyrir að hafa búið á svæðinu í meira en áratug hafi hann sjaldan komið inn í húsið. Aðspurður um hvenær hann hafi farið að hugsa um að kaupa á húsið bendir hann á tvær skemmtanir sem hann sótti þar í vor. „Þarna sá ég fullt af fólki sem skemmti sér vel og hugsaði um af hverju í ósköpunum væri ekki einhver að gera eitthvað fyrir það. Fólk var búið að segja mér að félagsheimilið væri æxlið, það væri erfitt að reka það og ómögulegt. Ég er samt einhvern veginn þannig að eftir því sem fleiri segja mér að hlutirnir séu ómögulegir fæ ég meiri þörf fyrir að reyna mig á þeim. Ég hugsaði hins vegar með mér að í því gætu verið sóknarfæri. Það er ekkert hótel á Héraði sem hefur almennilegan sal undir árshá- tíðir eða ráðstefnur.“ Heimamenn töluðu húsið niður Þrátt fyrir að ræturnar skorti gremst Þránni hvernig ímynd Valaskjálfar hefur þróast síðustu ár. „Ég var bú- inn að horfa lengi á húsið og fannst skelfilegt hvernig fyrir því var komið. Það var ekki nokkur maður sem gerði sig líklegan til að kaupa það. Húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu eins og hver maður sem komið hefur hingað inn hefur séð. Það er hins vegar skömm að því hvernig íbúar hafa talað niður þetta hús þar sem stór hluti þeirra ólst upp. Að mörgu leyti er það í betra ástandi en ég gerði mér vonir um. Ég hef sagt að ég hafi borgað 10% meira fyrir það en ég ætlaði mér og sá svolítið eftir því. Eftir á held ég hins vegar að ég hafi gert fínustu kaup. Ég reikna samt ekki með að hafa nokkurn tíma neitt út úr rekstri félagsheimilisins. Ég held að ég fái aldrei þá peninga til baka sem ég hef sett í það en ef það eykur lífið í bænum get ég hagnast á tengdum rekstri, svo sem fengið betri nýtingu á hótelið,“ segir Þrá- inn og bendir á að ekki séu allar hans rekstrareiningar byggðar upp til að skila hagnaði. „Ég keypti sjoppuna á Hallormsstað og eyddi nokkrum milljónum í að gera hana upp. Hún stendur varla undir launakostnaði en varð að vera til staðar. Ég ætlaði mér heldur ekki stóra hluti með Saltið, bara að sýna að hægt væri að reka slíkan stað ef það væri gert almennilega. Ég er bæjarbúum gríðarlega þakklátur fyrir þau við- brögð sem þeir hafa sýnt. Það var gríðarlega mikil fjárfesting en ég ákvað að gera þetta almennilega eða sleppa þessu. Ég held að oft hafi menn gert hluti hér þannig þeir tækju frekar viljann fyrir verkið. Það þýðir ekkert að bjóða íbúum hér upp Þráinn Lárusson „Héraðið þarf á manni eins og þér að halda“

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.