Austurglugginn - 14.11.2014, Blaðsíða 11
„Þessi bók er fyrst og fremst um fólk
sem býr fyrir austan og Austurland
eins og það leggur sig,“ segir Guðni
Einarsson blaðamaður um bók sína
Hreindýraskyttur sem er nýkomin út.
Í bókinni segja tíu einstaklingar frá
ævintýrum sínum á hreindýraveiðum
á Íslandi og Grænlandi. Auk þess er
saga hreindýraveiða hér á landi rakin.
„Allt þetta fólk sem ég tala við hefur
veitt hreindýr fyrir austan en það
kemur víða að af landinu. Flestir
eru þó af Austurlandi. Meðal annars
Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Vað-
brekku sem byrjaði að skjóta hrein-
dýr á fermingarárinu og systir hans
Sigrún Aðalsteinsdóttir eða Sída,
en hún var að öllum líkindum fyrsta
konan á Íslandi til að skjóta hreindýr.
Gunnar A. Guttormsson á Litla-
Bakka og veiðfélagi hans, Guttormur
Sigbjarnarson segja sögu sína, en þeir
fóru fyrst til veiða 1954. Svo talaði
ég að sjálfsögðu við veiðimeistarann
sjálfan, Sigurð Aðalsteinsson, en ég
held að hann viti meira um hrein-
dýr en hreindýrin sjálf,“ segir Guðni
og hlær. Aðrir sem segja sögu sína í
bókinni eru Axel Kristjánsson, Þor-
gils Gunnlaugsson, María B. Gunn-
arsdóttir, Pálmi Gestsson og Sæunn
Marinósdóttir
Viðtöl og fróðleikur
Bókin er viðtalsbók, en einnig er þar
að finna heimildakafla um þróun
hreindýraveiðanna. „Ég sat niðri á
Þjóðarbókhlöðu löngum stundum við
að fletta gömlum bókum og blöðum
og ég gróf ég mig í gegnum heimildir
til að ná utan um efnið og gefa ágrip
af þessari sögu. Sem Vestmanneyingi
finnst mér gaman að segja frá því að
fyrstu hreindýrin sem komu til Íslands
árið 1771 komu til Vestmannaeyja af
öllum stöðum. En flest lifðu ekki af
þar. Ég hafði líka mjög góða menn
sem ég gat leitað til eins og Sigurð
Aðalsteinsson, sem hefur reynst mér
ómetanlega hjálparhella í þessari
vinnu, Jóhann G. Gunnarsson sem
vinnur hjá Umhverfisstofnun á Eg-
ilsstöðum og Skarphéðinn G. Þóris-
son hjá Náttúrustofu Austurlands.“
Bókin er prýdd kortum og fjölda
mynda. „Þar á Sigurður Aðalsteins-
son aftur mikinn heiður skilið. Fyrir
utan hvað hann er öflugur og duglegur
veiðimaður þá er hann mjög góður
ljósmyndari. Ég held að hann eigi
myndir hreinlega af öllum sem hafa
farið með honum til veiða og það er
gríðarlega mikill fjársjóður og mikil
heimild. Síðan voru líka útbúin kort
af hreindýraveiðisvæðunum annars-
vegar og hinsvegar af því svæði sem
mest er fjallað um, svæðum eitt og
tvö, en þaðan eru flestar sögurnar
og flest örnefnin sem eru sagt frá í
frásögnunum.“
Dýrmætar sögur
Hugmyndin af bókinni kviknaði á
hreindýraveiðum. „Ég fór á mínar
fyrstu hreindýraveiðar árið 1999,
þá með Sigurði Aðalsteinssyni. Árið
eftir fór ég svo aftur og þá var ég að
samferða þeim heiðursmönnum, Axel
Kristjánssyni og Kristfinni I. Jóns-
syni . Siggi var leiðsögumaður okkar
sem fyrr. Ég var snöggur að veiða
og svo fékk ég nánast allan daginn
sögustund með þeim Axel og Krist-
finni en Axel hefur stundað hrein-
dýraveiðar frá árinu 1963. Sögurnar
sem þeir sögðu sýndu mér það að
hreindýraveiðar hafa breyst gífurlega
og hvernig þær eru stundaðar. Í gamla
daga voru þetta miklir leiðangrar.
Þetta var nánast eins og að fara á
Suðurskautið í dag að fara austur á
hreindýr í þá daga! Það tók langan
tíma og mikinn undirbúning. Svo
kynntist ég Aðalsteini, eða Danna,
á Vaðbrekku. Hann sagði mér líka
gamlar sögur. Hann er tvímælalaust
reynslumesti núlifandi hreindýra-
veiðimaður á Íslandi. Veiðisaga hans
er svo gríðarlega löng, það nálgast 70
ár sem hann er búin að vera að veiða
hreindýr. Að þessu samanlögðu fannst
mér eins og sögur þessara reynslu-
bolta þyrfti að varðveita. Svo ég fór
að tala við þessa menn og fleiri til að
safna þessum sögum.“
Mikið ævintýri
En hvað er það sem er svona sjarm-
erandi við hreindýraveiðarnar? “Allt
í kringum þetta er mjög heilllandi
og margir lýsa því vel í bókinni hvað
það er sem togar. Að fella dýrið er
bara brot af því og svo er allt hitt í
kringum það. Félagskapurinn, ferða-
lagið, veiðarnar, stemmingin. Það er
bara eitt orð yfir það. Ævintýri. Það
er ævintýrið sem dregur fólk að.“
En fyrir hverja er bókin? „Hún er
hreinlega fyrir alla sem hafa áhuga
á hreindýraveiðum. Ég vona bara að
fólk fyrir austan og allir veiðimenn
lesi þessa bók. Hún er fyrir þá, og til
að varðveita þessar sögur fyrir fram-
tíðina,“ segir Guðni að lokum
SL
Hreindýraskyttur: Líflegar og fræðandi
frásagnir af hreindýraveiðum
Nú er hægt að nálgast rafræna leið-
sögn um Breiðdal og Breiðdalsvík í
appi frá Pocket Guide. Verkefnið um
rafræna leiðsögn í Breiðdal varð til
á íbúaþingi fyrir tæplega ári síðan.
„Þetta er í raun og veru app eða svona
snjallforrit sem þú getur sótt í símann
þinn og leiðir þig um Breiðdalinn.
Þarna er leiðsögn á íslensku, ensku
eða þýsku um átján staði á svæðinu
og er hver kynning um tvær mínútur
á hverjum stað. Viðkomandi heyrir
lesinn texta og svo birtast myndir líka.
Þetta er mjög sniðugt,“ segir Hákon
Hansson, oddviti Breiðdalshrepp.
„Ég var lengi búinn að hafa áhuga
á þessu. Ég vissi af leiðsöguforritinu
víða, bæði hérlendis og erlendis, þar
sem fólk var að nota þessa nýju tækni
með góðum árangri. Ég fór að kanna
þetta og fór svo með pælinguna á
íbúaþingið sem var haldið á Breið-
dalsvík í fyrra. Það var tekið vel í
hugmyndina og fengum við styrk
til þessa að vinna verkið og fórum
af stað. Í framhaldi setti Austurbrú
sig í samband við fyrirtækið Pocket
Guide og gerði samning við þá varð-
andi kostnað og fleira. Ég veit að það
voru einir fimm staðir á Austurlandi
sem höfðu áhuga á að fara inn í þetta.“
Austurbrú gerði samning við fyrirtækið
með það að markmiði að byggðarlög
í fjórðungnum gætu komið sameigin-
lega fram með rafræna leiðsögn fyrir
svæðið. Í byrjun nóvember var svo
lokið við að setja Breiðdalsvík inn
og á næstu misserum munu fleiri
væntanlega fylgja í kjölfarið.
En var þetta dýr framkvæmd?„Nei,
það get ég ekki sagt. Kostnaðurinn
var tvöhundruð og fimmtíuþúsund
krónur. En að því sögðu hefði alveg
verið hægt að gera þetta flottara, þá
hefði það bara kostað meira pening.
En miðað við það fjármagn sem við
höfðum til að spila úr finnst mér
þetta hafa heppnast mjög vel og
það er gleðilegt að þetta er komið í
gagnið,“ segir Hákon.
SL
Breiðdalsvík í Pocket Guide
Siggi og Guðni á hreindýraveiðum 2013