Austurglugginn - 15.04.2021, Page 2
2 Fimmtudagur 15. apríl AUSTUR · GLUGGINN
Umhverfisstofnun telur ástæðu til að
kanna hvort rétt sé að breyta reglum
um umskipun olíu á rúmsjó við Ísland
eftir athugasemdir frá Fjarðabyggð.
Hafnarstjórn sveitarfélagsins benti á
að óeðlilegt væri að ekki hefði verið
haft samband við hafnaryfirvöld
áður en stofnunin gaf út leyfi til
að dæla olíu úr flutningaskipi yfir
í fóðurpramma við eldiskvíar í
Fáskrúðsfirði. Sambærilegt leyfi
var einnig gefið út um leið fyrir
sama flutningaskip til að dæla olíu í
fóðurpramma í Berufirði.
Samkvæmt núgi ldandi
reglum ber stofnuninni aðeins
að leita umsagnar atvinnu- og
nýsköpunarráðuneytisins, sem var
gert í þessu tilfelli en sveitarfélaginu
síðan tilkynnt þegar ákvörðunin lá
fyrir. Af hálfu Fjarðabyggðar var
bent á að þetta væri óheppilegt
þar sem flest hafnarsvæði, þar með
talið í Fáskrúðsfirði, eru skilgreind
frá botni að mynni fjarðar og bera
hafnaryfirvöld ábyrgð á viðbragði
við bráðamengun. „Þess vegna
þætti okkur eðlilegt að svona
leyfisveiting færi fram í samráði
við hafnaryfirvöld. Að stórt skip sé
að athafna sig við fóðurprammann
er eitthvað sem við myndum að
minnsta kosti vilja hafa skoðun á,“
segir Sigurður Ólafsson, formaður
hafnarstjórnar.
Í svari Umhverfisstofnunar við
fyrirspurn Austurgluggans segir
að ábending Fjarðabyggðar verði
tekin til frekari skoðunar og í
framhaldinu metið hvort lagt verði
til að reglugerðinni verði breytt.
GG
Telja brýnt að fjölga
leguplássum fyrir báta
Heimastjórn Borgarfjarðar
fer fram á við sveitarstjórn
Múlaþings að óskað verði eftir
því við Vegagerðina að hefja
undirbúning framkvæmda við
bátahöfnina við Hafnarhólma,
lengingu Skarfaskersgarðs og
fjarlægingu Sýslumannsboða.
Í bókun heimastjórnar segir
að framkvæmdin auki öryggi
hafnarinnar og geri mögulegt
að fjölga leguplássum fyrir báta
sem sé orðið sérstaklega brýnt
yfir sumartímann. Verkið er á
samgönguáætlun. Áætlaður
heildarkostnaður þess er 36
milljónir þar sem ríkið greiðir
60% en sveitarfélagið 40%.
Skoða mögulegar
Vesturfaraferðir
Vopnafjarðarhreppur hefur
samþykkt að styrkja Framfara-
og ferðamálafélag Vopnafjarðar
um 280.000 krónur vegna
verkefnis um Vesturfaraferðir.
Til stendur að kanna forsendur
þess að setja á fót sérsniðnar
ferðir fyrir Vestur-Íslendinga
til Vopnafjarðar, Þistilfjarðar og
nágrennis.
Leiðrétting
Í umfjöllun um Múlann
samvinnuhús í Austurglugganum
þann 25. mars var ranglega farið
með nafn arkitektastofunnar
sem sá um hönnun hússins. Hún
heitir Grafít en ekki Grafík.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Staða bólusetninga
Staða bólusetninga gegn
Covid-19 á Austurlandi að
lokinni viku 14.
Lögreglan á Austurlandi hafði í
síðustu viku afskipti af erlendum
ferðamanni sem kom til landsins
með Norrænu, sem talinn var hafa
brotið gegn reglum um sóttkví.
Samkvæmt reglum skulu menn dvelja
í sóttkví fimm daga eftir komuna til
landsins en þótt mælst sé til þess að
fólk sé á sama stað allan tímann er
ekki óþekkt að gisti fyrstu nóttina
nálægt þeim stað sem komið er inn
í landið, sé löng ökuferð framundan.
Þá hafði það áhrif í síðustu viku
að komu Norrænu seinkaði þannig
að viðkomandi ákvað að vera fyrstu
nóttina eystra og bókaði sér gistingu
á Egilsstöðum. Morguninn eftir
vöknuðu hins vegar grunsemdir
um að ekki hefði verið rétt að verki
staðið og fór lögreglan til að ræða
við ferðamanninn. Mat lögreglu var
að misskilningur hefði orðið til þess
að hann bókaði sér gistingu annars
staðar en á viðurkenndum gististað
fyrir sóttkví. Þar sem sagan þótti
trúverðug og ferðalangurinn sýndi
iðrun var ákveðið að sekta hann
ekki fyrir brot á sóttvarnarlögum,
en slíkar sektir geta numið tugum
þúsunda króna. Þá reyndist sýni úr
viðkomandi neikvætt, eins og úr
öðrum farþegum Norrænu.
Einstaklingum í einangrun vegna
Covid-19 hefur fækkað jafnt og
þétt á Austurlandi síðustu daga. Í
lok síðustu viku var staðfest að allir
skipverjar súrálsskipsins Taurus
Confidence, sem verið hefur í
Mjóeyrarhöfn frá 20. mars, væru
orðnir heilir heilsu. Skipið hélt til
hafs á ný síðasta laugardag.
GG
Skemma við bæinn Freyshóla á
Fljótsdalshéraði eyðilagðist í eldi
eftir hádegi á þriðjudag. Allt tiltækt
slökkvilið var kallað út um klukkan
hálf fjögur. Skemman stóð í ljósum
logum þegar það kom á staðinn
og eldur var laus í sinu við hliðina.
Greiðlega gekk að hemja eldana.
„Þegar við komum á staðinn
var skemman eiginlega orðin
rústir einar en þetta hefur verið
töluverður eldur sem mikinn reyk
lagði frá. Við komum í veg fyrir að
eldurinn breiddist út í nærliggjandi
einbýlishús og um klukkutíma
eftir útkallið var slökkvistörfum að
mestu lokið,“ segir Ingvar Birkir
Einarsson, varaslökkviliðsstjóri hjá
brunaliði Múlaþings en slökkvistarfi
var lokið um einum og hálfum tíma
eftir útkallið.
Freyshólar hafa verið í eyði
árum saman en jörðin verið nýtt til
útivistar og skógræktar. Skemman
var úr timbri og því mikill
eldsmatur í henni. Þar var töluvert
af verkfærum og skógræktartækjum.
Þau eru öll gerónýt og tjónið talsvert.
Eldsupptök eru ókunn.
FRI
MOLAREkki talinn hafa brotið gegn sóttkví af ásetningi
Skoða reglur um umskipun olíu
Skemma eyðilagðist í eldi
Frá vettvangi á þriðjudag. Mynd: FRI
Tvisvar hefur í ár verið gefið út leyfi til að dæla olíu úr flutningaskipi í fóðurpramma við
Austfirði. Mynd: GG
Fullbólusettir: 7.76%
80%
60%
HJARÐÓNÆMI
Alls: 18.57%
Vika 13: 16.75%
Bólusetning hafin: 10.81%