Austurglugginn - 30.04.2010, Side 11
Föstudagur 30. apríl AUSTUR · GLUGGINN 11
35. Andrésar andarleikunum í Hlíðarfjalli lauk um síðustu helgi og tóku um
730 krakkar á aldrinum sex til fjórtán ára þátt. Keppt var í alpagreinum og
skíðagöngu, þrír voru skráðir í stjörnuflokki fatlaðra og fimm norskir krakkar
tóku einnig þátt að þessu sinni. Leikarnir fóru fram í afar fallegu veðri og
góðu færi og stóðu frá miðvikudegi fram á laugardag. Að venju tók fjöldinn
allur af krökkum af Austurlandi þátt og stóð sig vel.
Sextíu og fjórir keppendur úr Fjarðabyggð fóru á leikana og fengu 8 verðlaun.
Bestum árangri náði Alexandra Elíasdóttir, sem náði öðru sæti í svigi.
Af gengi þátttakenda innan S.K.Í.S., en þaðan fóru 37, er það að segja að
Andri Björn Svansson hreppti 5. sæti í 6 ára flokki stórsvigi, Gunnar Einarsson
varð í 6. sæti í 6 ára flokki stórsvigi, Embla Rán Baldursdóttir varð í 8. sæti
í svigi 8 ára og einnig í stórsvigi og Elísa Maren Ragnarsdóttir varð í 4. sæti
stórsvigi 7 ára stúlkna. Einnig keppti María Sverrisdóttir í Stjörnuflokki.
Laugardaginn 17. apríl sl. fór fram
önnur umferð í Íslandsmeistara-
mótaröðinni í snocrossi. Mótið var
haldið í Stafdal í Fjarðarheiði í frábæru
veðri. Keppt var í fjórum flokkum.
Unglingaflokki, kvennaflokki, sport-
flokki og meistaraflokki.
Þegar snocrossið var langt komið
var gert hlé á keppni og ,,old-farts“
flokkur ræstur af stað.
Þrír kepptu og var þetta hin mesta
skemmtun og tóku áhorfendur vel í
þetta. Ingjaldur Ragnarsson mætti á
Polaris ´78 árgerð og sýndi öllum að
maður þarf ekki nýja og flotta sleða
til að keyra snocross. Óli í merki fékk
tilþrifaverðlaun fyrir að láta Yamaha
sleðann sinn hafa það í ,,old-farts“
flokknum.
Eftir snocrossið var haldið hillcross
(fjallaklifur) og var þar hart barist.
Reynir Hrafn Stefánsson (Brói) fór
með sigur að hólmi og bróðir hans
Steinþór Guðni (Stessi) fylgdi fast á
eftir. Bjarki Sigurðsson frá Akureyri
varð í þriðja sæti.
Líklegt er að 3. umferðin fari svo fram
á Snæfellsjökli í júní.
Snjósleðar
Önnur umferð Íslandsmeistara-
mótaraðarinnar á Fjarðarheiði
Volunteers for Africa
12 months volunteer work with youngsters and Africa preparations in Denmark
6 months Volunteer in Humana project in Malawior Mozambique - Child Aid,
Teacher Training
2 month Evaluation in Denmark
Team start 1st August
Qualifications: English speaking, age 18+, flexible, hard working
Enrolment fee
Contact: puk@humana.org Ph. +4524424133 www.tvind.dk * www.humana.org
Lið 6. flokks Hattar varð Goðamótsmeistari B-liða 2010. Mynd/Höttur.
6. flokkur Hattar (drengir) varð Goðamótsmeistari
B-liða 2010 seint í marsmánuði sl. Goðamótið er
árlegt mót á vegum Þórs á Akureyri og var síð-
asta mót það 25. frá upphafi. Lið Hattar spilaði
frábærlega á mótinu og vann alla sex leikina sem
það spilaði. Í riðlakeppninni vann liðið Þór, Leikni
(Reykjavík), Fjölni og Fylki og í undanúrslitum lið
Vals. Í úrslitaleiknum var svo lið Þórs lagt aftur,
4-3. Strákarnir stóðu sig ekki síður vel utan vallar
og voru sér og sínum til sóma
Fótbolti
Hattarpiltar
Goðamótsmeistarar
Glæsilegir Andrésarleikar
Þáttakendur frá S.K.Í.S. mættir á Andrésar andarleik-
ana. Mynd/Einar Bragi Bragason
Verðlaunaafhending í meistaraflokki.
Mynd/Jónas Stefánsson.
Úrslit
Unglingaflokkur
Elvar Bjarki Gíslason. Polaris.
Kvennaflokkur
Andrea Dögg Kjartansdóttir. Lynx.
Kristín E. Gunnarsdóttir. Polaris.
Sportflokkur
Sigþór Hannesson. Skidoo.
Hjalti Bergsteinn Bjarkason.Lynx.
Davíð Skúlason.Skidoo.
Meistaraflokkur
Jónas Stafánsson. Lynx.
Bjarki Sigurðsson.Polaris.
Steinþór G. Stefánsson. Arctic cat.
KIRKJUMIÐSTÖÐ
http://kma.kirkjan.is
AUSTURLANDS