Austurglugginn


Austurglugginn - 30.04.2010, Side 15

Austurglugginn - 30.04.2010, Side 15
 Föstudagur 30. apríl AUSTUR · GLUGGINN 15 Ég ber ábyrgð, en ég stend ekki undir þeirri ábyrgð sem mér ber og er þess vegna ekki góð fyrirmynd. Ágætu ættingjar, vinir og allir hinir, viljið þið fyrirgefa mér hvað ég var sinnulaus? Nú hugsa eflaust margir „Þar bæt- ist ein í hóp þeirra sem eru vitrir eftir á.“ En ég er ekki í því skálka- skjóli að hafa ekki áttað mig á því fyrir nokkrum árum að hér á Íslandi stefndi þjóðin í óefni. En ég gerði ekki neitt. Ég hef alla burði til að tjá mig, en ég gerði það ekki, sama hvað mér blöskraði oft framganga ráðandi afla í þjóðfélaginu og horfði upp á fleiri og fleiri sogast inn í þessa hringiðu vitleysunnar, þá reyndi ég ekki einu sinni að senda frá mér gagnrýni, ekki einu sinni fyrirspurnir um mál sem mér fannst óljós t.d. um það hverjir bæru endanlega ábyrgð. Ég reyndi bara af fremsta megni að leiða hjá mér þjóðfélagið sem ég bý í en það var ekki auðvelt, varla hægt að opna augun án þess að sjá bankalogo og svo þessar frekjulegu skipanir sem dundu á fólki alla daga um að kaupa, panta, bóka strax og nánast allt að láni. Það gat ekki endað vel ef allir hlýddu þessu. Ég hefði ekki átt að láta þessa óábyrgu náunga sem tóku við bönkunum fara svona með þjóð- ina mína án þess að segja orð. Ég veit að þetta er nánast ófyrirgef- anlegt sinnuleysi af mér. Sem móðir og frænka og auðvitað ein af þjóðinni þá ber ég ábyrgð. Ég er með langan lista af afsökunum fyrir að hafa ekki skipt mér af framvindu mála hér á landi undanfarin ár, ég var t.d. mjög upptekin af mínu heimili og svo hafði ég ekki orku til að blanda mér í stjórnmálin og reyna þannig að hafa áhrif. Ég hef frekar litla menntun að baki en ég get samt ekki með góðri samvisku notað það sem afsökun fyrir að hafa ekki vitað hvað var að gerast og ég veit að það voru fleiri sem vissu að þetta gerfigóðæri yrði ekki langlíft, en það er frekar léleg afsökun fyrir mig. Ég veit að ég átti að minnsta kosti að minna kosna fulltrúa þjóðarinnar á hlutverk sitt, en ég nennti því ekki, ég bara brást gjörsamlega sjálfri mér og öðrum og hæpið að ég geti bætt fyrir það. Nú velti ég fyrir mér framhaldinu vegna þess að ég er ekki sú eina sem stend ekki undir ábyrgð og ég er ekki eina sinnulausa manneskjan á landinu. Ætli við sogumst ekki bara sinnulaus inn í Evrópusambandið? Þá losnum við kannski við eitthvað af þeirri ábyrgð sem fylgir því að lifa á jörðinni og þá þurfum við ekki að viðurkenna mistök því þá verða allar röngu ákvarðanirnar og mistökin gerð hinu megin við Atlantshafið. Svona þjóð sem getur ekki tekið ábyrgð og ekki viðurkennt mistök. Svona þjóð sem lætur teyma sig út í ógöngur án þess að reyna að sporna við fótum og lifa samkvæmt betri vitund. Sú þjóð getur ekki með góðu móti alið upp trausta og ábyrga ein- staklinga til forustu í framtíðinni. Bréfritari er húsmóðir í Fjarðabyggð. Eftir nokkrar vikur verður kosið um það hverjir fara með vald fólksins í sveitarfélaginu Fjarðabyggð næstu fjögur árin. Við í Fjarðalistanum teljum eflingu lýðræðis eitt mikilvæg- asta verkefni næsta kjörtímabils og í þessari grein viljum við gera grein fyrir hugmyndum okkar um hvernig hrinda megi lýðræðisumbótum í framkvæmd í Fjarðabyggð. Efla þarf samband við íbúasamtök Mikil þörf er á góðum og gagnvirkum tengslum við íbúa allra byggðarkjarna sveitarfélagsins. Það er allra hagur að sveitarstjórnarfólk sé vel upplýst um skoðanir og hugmyndir íbúanna og að almenningur hafi réttar upplýs- ingar um störf og fyrirætlanir kjör- inna fulltrúa. Við teljum að mikið verk sé óunnið hvað þetta varðar en tækifærin til úrbóta eru augljóslega fyrir hendi. Í þessu sambandi viljum við nefna tvennt: Í fyrsta lagi hafa orðið til íbúasam- tök í flestum kjörnum Fjarðabyggðar sem þegar hafa sýnt fram á ágæti sitt. Við viljum hvetja til áframhaldandi starfs slíkra samtaka, koma stjórnum þeirra í náin og bein tengsl við sveit- arstjórnafólk og ýta þannig undir íbúalýðræði. Í öðru lagi viljum við fara að for- dæmi nokkurra stærri sveitarfélaga og bjóða upp á rafræna vefgátt þar sem hægt væri að leggja skoðana- kannanir fyrir íbúana og kanna hug þeirra til hinna ýmsu mála. Slík gátt gæti jafnframt orðið liður í bættri þjónustu sveitarfélagsins því hana gætu íbúar Fjarðabyggðar notað til að sækja persónubundnar upplýs- ingar, sent inn fyrirspurnir, sótt þjón- ustu og fleira. Valdið til fólksins Við búum við fulltrúalýðræði í Fjarðabyggð. Mat okkar í Fjarða- listanum er að auka þurfi möguleika kjörinna fulltrúa á að fara sem best með það vald sem þeim hefur verið falið. Starf bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð er í raun viðbótarstarf við fulla vinnu. Í stóru sveitarfélagi sem sífellt tekur við fleiri verkefnum er því í mörgu að snúast. Sólarhringurinn dugar skammt fyrir einstakling sem er í fullri vinnu, situr í bæjarstjórn, á fjöl- skyldu og áhugamál. Þessi staða getur dregið verulega úr möguleikum kjör- inna fulltrúa á að uppfylla, svo vel sé, þær pólitísku og lýðræðislegu skyldur sem fylgja starfi bæjarfulltrúa, enda bera allir bæjarfulltúrar ábyrgð á nið- urstöðum mála hjá sveitarfélaginu. Okkar mat er að þessar skyldur hafi alltof oft verið lagðar á herðar emb- ættismanna. Fjarðalistinn kemur til með að leggja áherslu á að unnið verði að því að leiðrétta þetta á komandi kjörtíma- bili og efla starfsvettvang bæjarfull- trúa þannig að þeir geti betur axlað þá pólitísku ábyrgð sem kjör þeirra í bæjarstjórn hefur lagt þeim á herðar. Við viljum að valdið sé raunverulega hjá fólkinu og fulltrúum þess. Höfundar skipa fjögur efstu sæti á Fjarðalistanum, lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Allt frá því að höfundur þessa pistils man fyrst eftir sér hafa skuldir verið eftirsóknarverðar. Lántökur hafa ævinlega verið taldar leiða til gæfu. Að vera útilokaður frá lántökum, þ.e. skuldasöfnun hefur þýtt alla heims- ins óhamingju. Fyrri helming ævi minnar greiddu blessuð lánin sig líka að verulegu leyti sjálf. Þegar það gat ekki gengið lengur varð að finna aðrar leiðir. Þá var opnað á mögu- leikann til að verðtryggja eignir og skuldir í bönkum. Út á við þóttu Íslendingar hafa verið snjallir þegar það var fundið upp, enda töluðum við um að verðtryggð króna væri sterkasti gjaldmiðill í heimi. Sem leiddi af sér ný tækifæri. Eftirsóknarvert var að fjárfesta í þessum trausta gjaldmiðli og ekki spilltu vextirnir. Sókn okkar eftir skuldum komst í nýjar víddir. Fyrirtæki voru talin þeim mun ríkari sem þau skulduðu meira. Það að hafa svo rúman aðgang að lánsfjármagni hlaut að þýða afar trausta stöðu. Miklar skuldir jafngiltu miklum eignum. Og löggiltir endurskoðendur staðfestu það með áritunum sínum. Nú stendur þjóðin frammi fyrir þeim fáránlega hlut að fá ekki lengur lán. Sársaukafullt finnst mörgum. Þeim skuldaþjökuðu vil ég segja: Þetta venst. Við vorum hvort sem er ekk- ert að taka þessi lán til að borga þau. Heldur til að sýna heiminum snilld okkar. Það tókst. Sum okkar verða kannske ansi fátæk, ef til vill í nokkrar kyn- slóðir, á meðan aðrir verða ekki á flæðiskeri staddir og halda áfram að safna fé. Mörg okkar trúa því hins vegar að aukið misrétti færi okkur aukna velmegun. Og stefnir þá ekki allt til hins besta? Bréf til blaðsins Þungir þankar I V Trúin á skuldirnar Sigurjón Bjarnason skrifar: Bréf til blaðsins Fyrirgefið mér sinnuleysið Guðrún Kjartansdóttir skrifar: ,,Ég er með langan lista af afsökunum fyrir að hafa ekki skipt mér af fram- vindu mála hér á landi undanfarin ár.“ Bréf til blaðsins Lýðræði í Fjarðabyggð Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir og Stefán Már Guðmundsson skrifa: www.fjardalistinn.is Blak Fjórir Íslandsmeista- ratitlar til Þróttar Íslandsmeistaramót yngri flokka í blaki var haldið um síðustu helgi í Kópavogi. Blakdeild Þróttar í Neskaupstað hlaut flesta Íslands- meistaratitlana, fjóra talsins: 5. flokki stúlkna - A lið 4. flokki stúlkna - A lið 4. flokki stúlkna - C lið 3. flokki stúlkna - A lið

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.