Austurglugginn


Austurglugginn - 30.04.2010, Síða 13

Austurglugginn - 30.04.2010, Síða 13
 Föstudagur 30. apríl AUSTUR · GLUGGINN 13 Þegar norrænir menn komu til Íslands á níundu öld fundu þeir fyrir blómlegt land með ríku- legu dýralífi, og allt var kyrrt í veiðistöð, þar sem það var óvant manni. Af spendýrum á landi var þó líklega aðeins ein tegund hér: fjallarefurinn (Alopex lagopus), sem hafði komið hingað á Ísöld fyrir tugum þúsunda ára. Það urðu engir fagnaðarfundir með þessum tveimur dýrategundum, manni og ref. Í fyrstu lögbókinni (Grágás, um 1100) er lýst yfir „óhelgi melrakka,“ og um 1300 var lögfest að hver bóndi sem átti 6 sauði eða fleiri, skyldi drepa einn mel- rakka eða tvo yrðlinga á ári, eða greiða „tvær álnir í dýrtoll“ árlega. Árið 1834 var farið að launa refabana úr dýrtollsjóðnum, og árið 1890 var lögfest að sveitarstjórnir skyldu standa straum af refaeyðingu og þá var dýrtollurinn afnuminn. Á síðustu öld tók ríkissjóður þennan kostnað að sér að hálfu eða meira, og þar við situr enn í dag. Hafa til þess verið ætlaðar um 30 milljónir kr. árlega á fjárlögum. Við síðustu fjárlagagerð (2009) var áformað að fella þennan kostnaðarlið niður. Þá rigndi mótmælum frá bændum, búnaðar- og sveitarfélögum yfir fjárlaganefnd, sem mun hafa gefist upp fyrir þeim. Það er sem sagt ekkert lát á þessari þúsund ára einkastyrjöld Íslendinga við frumbyggja lands- ins, og kemur það mörgum undarlega fyrir sjónir, ekki síst í grannlöndum okkar, þar sem fjallarefur hefur lengi verið friðaður. Þetta hefur oft verið ill- mannleg styrjöld, ýmsum djöfullegum aðferðum hefur verið beitt, þar á meðal eitrunum, sem náðu hámarki á fyrri hluta 20. aldar og viðgengust fram til 1964, þegar þær voru bannaðar, þó ekki vegna refsins, heldur vegna hafarnarins, sem þá hafði fengið uppreisns æru, og var næstum búið að útrýma með eitrinu. Refir komust fljótt upp á að forðast eitrað kjöt, en það kunni örninn ekki. Ljótar voru aðferðir við grenja- vinnslu, þar sem refir voru svældir út með reyk, og yrðlingar píndir til að lokka foreldra að greninu. (Mér er tjáð að nú séu 50 þús. kr. verð- laun í boði fyrir hvert unnið greni, og er þá ekki spurt um aðferðir.) Viðhorf Íslendinga til refa byggist á hjátrú og rótgrónu hatri, sem minnir á kynþáttahatur. Það kemur m.a. fram í umfjöllun fjölmiðla, sem lepja gjarnan upp hryllingssögur af refadrápi, eins og um afrek sé að ræða. Skylt er að geta þess, að þeir sem stunda refaveiðar hafa flestir sínar óskráðu siðareglur. Þeir bera vissa virðingu fyrir veiðidýrinu, dást að gáfna- fari þess, og sýna því samúð á stundum. Þeir eru með öðrum orðum sannir veiðimenn og sumir líka dugandi náttúruskoðarar. Af þeim sem ég kynntist hefur einn maður borið höfuð og herðar yfir aðra, en það er Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi í Öxarfirði, sem ritaði ágæta bók um íslenska refinn: Á refaslóðum (Ak. 1955), og aðra um Guðmund Einarsson, frægan refaveiði- mann vestanlands. Þeir eru hins vegar sannfærðir um nauðsyn þess að halda áfram refaveiðum. (Í könnun Páls Hersteinssonar á viðhorfi refaveiðimanna um 1980 vildi aðeins einn útrýma refnum.) Á síðustu áratugum hafa allar aðstæður við fóðrun og umhirðu á sauðfénaði breyst verulega til batnaðar, og jafnframt hefur sauðfé fækkað mikið í landinu. Þá hefur fuglalíf víðast hvar aukist, svo refir hafa yfirleitt úr meiru að moða. Það telst því orðið til tíðinda ef refir ráðast á sauðfé eða valda því skaða, og þegar það fréttist hafa hundar stundum átt hlut að máli. Kindur í haga eru óhræddar við refi, að því hef ég sjálfur orðið vitni. Líklega hafa það aldrei verið nema fáeinar tófur, sem lögðust á sauðfé, þ.e. hinir svonefndu ,,dýr- bítar.” Nokkrir veiðimenn hafa viðrað þá skoðun að við höfum stuðlað að tilurð þeirra, t.d. með eitrunum eða mislukkuðu drápi. Sjálfsagt er að veiða slík bitdýr þegar þau koma fram, og greiða tjónþolum skaðabætur. Það yrðu naumast margar milljónir á ári. Hitt nær ekki nokkurri átt að gera allan íslenska refastofn- inn ábyrgan fyrir fáeinum dýrbítum um aldur og ævi. Lambsleifar sjást stundum við greni fyrri part sumars, en ekki verður því slegið föstu að þau hafi öll verið drepin af re fnum, því margt getur orðið þeim að fjörtjóni. Eftir að bitskaðar á sauðfé urðu fágætir eru fuglaveiðar tóf- unnar helsta röksemd þeirra sem vilja halda stríðinu áfram. Viðurkennt er að refir gera óskunda í æðarvarpi, sem ekki er sérstaklega vaktað eða girt með refaheldri girðingu. Hins vegar geta refir líka gagnast æðarbændum með því að halda fuglinum innan verndaðra varp-svæða, sem annars myndu dreifast um allar trissur (Páll Hersteinsson, 2005). Fuglar og egg eru mikilvægasta fæða tófunnar á Íslandi, einkum rjúpa og gæsir inn til lands- ins, en bjargfuglar nær sjó, og þá ekki síst fýll- inn. Annars er fæðuvalið mjög fjölbreytt, eftir aðstæðum og árstímum, t.d. étur hún hagamýs, skordýralirfur og -púpur og krækiber á haustin, auk hvers konar hræja. Minkur hefur líka sést á matseðli refsins. Eins og önnur rándýr marka refir sér landsvæði (óðal) kringum greni, til veiða og annarra athafna, og merkja það með hlandi sínu og verja fyrir öðrum refum. Stærð óðala fer eftir þétt- leika veiðidýra og öðru fæðuframboði. Refir sem ekki fá óðal ná yfirleitt ekki í maka, og þannig temprar refastofn- inn sig að vissu marki sjálfur. Þrátt fyrir nokkra aukningu hans síðustu 3-4 áratugi, er óþarft að óttast að honum muni stöðugt halda áfram að fjölga ef refaveiðum yrði hætt. Hingað til hafa bara verið nógu mörg laus óðöl, vegna mikilla veiða. Hollt er að minnast þess, að í þúsundir ára höfðu fuglar og refir búið í jafnvægi í þessu landi, áður en mannfólkið fór að blanda sér í tilveru þeirra. Nú er vitað að rándýr gegna mikilvægu hlut- verki í tilveru bráðdýra sinna, með því að velja úr það sem veikast er og viðhalda þannig heilbrigði dýranna. Þeir sem kynnst hafa refnum eru á einu máli um að hann sé gáfaðasta dýr sem þeir þekki, og því til staðfestingar eru óteljandi sögur. Hann hefur m.a. verið staðinn að því að bera egg í vett- lingi. Gáfur og slægð refa hefur verið þekkt frá fornöld. Tilefni þessa pistils er svonefnd Verndaráætlun fy r i r Aus tur svæði Vatnajökulsþjóðgarðs, sem hefur verið til umræðu í vetur. Á fundi á Egilsstöðum 11. mars sl., kom fram að ekki náðist samkomulag um að leggja til refaveiðibann á Eyjabökkum og Vesturöræfum, þrátt fyrir að fuglaveiðar verði bannaðar, og hreindýraveiðar á miklum hluta svæðisins. Að endingu má spyrja, hvort ekki sé orðið tíma- bært að gera vopnahlé í þessari fáránlegu þúsund ára styrjöld við eina upprunalega landspendýrið á Íslandi, og veita því eðlileg réttindi, eins og sið- uðu fóki sæmir. Það gæti t.d. verið fólgið í því að hætta grenjavinnslu, þó að leyft yrði að skjóta refi skv. reglum á vissum árstíma. Mögulega yrði það vinsælt sport, ekki síður en hreindýraveiði og gæti aflað bændum tekna á sama hátt. Ég hef einu sinni orðið þess aðnjótandi að sjá yrð- linga leika sér við greni. Það var ógleymanleg upp- lifun. Þar sem refurinn nýtur friðar hættir hann að hræðast menn, eins og sést m.a. á Hornströndum. Sá tími mun koma að þetta fallega dýr fái að njóta sín í náttúru landsins og mun þá eflaust geta dregið þúsundir ferðalanga til landsins. Höfundur er náttúrufræðingur. Heimildir: Guðmundur Guðjónsson: Refurinn. Áfangar 6 (1), nr. 16, 1985. Páll Hersteinsson: Refir. Villt spendýr. Rit Landverndar 7, 1980. Villt spendýr og fuglar. Náttúruverndarráð, Fjölrit nr. 16, 1987. Melrakkamuldur Helgi Hallgrímsson skrifar: ,, ... hvort ekki sé orðið tímabært að gera vopnahlé í þessari fáránlegu þúsund ára styrjöld við eina upp- runalega landspendýrið á Íslandi, ...” Helgi Hallgrímsson Mynd/Tobias Mennle.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.