Austurglugginn


Austurglugginn - 26.04.2013, Qupperneq 7

Austurglugginn - 26.04.2013, Qupperneq 7
 Föstudagur 26. apríl AUSTUR · GLUGGINN 7 FYRIR FÓLKIð Í LANDINU Á EGILSSTÖÐUM OG Í NESKAUPSTAÐ KOSNINGAMIÐSTÖÐVAR VG STEINGRÍMUR Kosningamiðstöð Vinstri grænna í Kaupvangi 5 á Egilsstöðum er opin: Miðvikudag kl. 17-21. – Fimmtudag kl. 17-21. – Föstudag kl. 13-22. Á kjördag verður opið frá kl. 10. Kosningakaffi frá kl. 15-18. Símanúmer kosningamiðstöðvar á Egilsstöðum er 472 1166. Þeir sem þurfa akstur á kjörstað á kjördag geta hringt í símanúmer kosningamiðstöðvar. Kosningamiðstöð Vinstri grænna í Mýrinni í Neskaupstað er opin: Miðvikudag kl. 17-19. – Fimmtudag kl. 17-19. – Föstudag kl. 17-19. Á kjördag verður opið frá kl. 13. Kosningakaffi frá kl. 15-18. Símanúmer kosningamiðstöðvar í Neskaupstað er 861 1619. Þeir sem þurfa akstur á kjörstað á kjördag geta hringt í símanúmer kosningamiðstöðvar. BJARKEY EDWARD ALLIR VELKOMNIR Miðvikudaginn 17. apríl var haldin vegleg gjafa- móttaka á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað FSN, þar sem velferðaráðherra Guðbjartur Hann- esson tók formlega á móti gjöfum sem höfðu borist sjúkrahúsinu á s.l. ári 2012-13. Verðmæti gjafa sem þar voru afhentar, voru að verðmæti kr: 70.000.000,00 og í móttökunni tilkynnti SÚN um að félagið myndi kosta endur- nýjun á svæfingavél fyrir skurðstofu FSN, að verðmæti kr. 7.000.000,00. Samtals eru því verðmæti gjafa sem sjúkrahúsi FSN hefur borist á einu ári að verðmæti a.m.k: 77.000.000. Bar þar af nýtt og fullkomið 16 sneiða CT – tölvusneiðmyndatæki sem Holl- vinasamtök FSN, höfðu safnað fyrir og voru þar stærstu gefendur, Síldar- vinnslan, SÚN (Samvinnufélag útgerð- armanna í Neskaupstað) Alcoa- Fjarðaál o.fl. en söfnun hafði staðið yfir frá árinu 2010, en um er að ræða endurnýjun á eldra og minna tæki sem gefið var til FSN árið 2005. Af öðrum gjöfum má nefna : Nýtt og fullkomið fæðingarúm fyrir fæðingardeild, 4 rafdrifin sjúkrarúm á sjúkradeild, Pentax speglunarbúnað með myndgjafa fyrir skurðstofu FSN, og monitorar og og hugbúnaður fyrir hjartasjúklinga. Þá var lagður fyrir ráð- herra listi yfir brýna þörf á endurnýjun á búnaði spítalans, sem nú þjónar sem Umdæmissjúkrahús Austurlands, með bráðaþjónustu, fæð- ingardeild og legu- deildum, samkvæmt heilbr igðislögum. Ráðherra þakkaði fyrir höfðinglegar gjafir frá nærsam- félaginu, til heilbrigðisþjónustunnar, sem sýndi góðan hug og stuðning við mikilvæga þjónustu sem veitt væri íbúum Austurlands og öflugu framleiðsludrifnu atvinnulífi til lands og sjávar í fjórðungnum, sem skapaði mikilvægan gjaldeyri fyrir land og þjóð. Í móttökunni var einnig tilkynnt um framlag einstaklings, sem í tilefni af áttræðisafmæli sínu ánafnaði FSN gjöf til hljóðfærakaupa, og var afhjúpað, nýtt og glæsilegt rafmagnspíanó, sem er færanlegt á milli deilda, til afþreyingar. Til hamingju íbúar Fjarðabyggðar

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.