Viljinn - 01.12.1958, Blaðsíða 4

Viljinn - 01.12.1958, Blaðsíða 4
■barn reifað og liggjanái í jötu. Hvílíkur viðburður - "Engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins Ijómaði í kringum þá". Ihugum þessa mynd. Sjálfur Guð himinsins stígur niður til syndugra manna - Kærleikurinn íklæðist hmldi. "Svo elskaði Guð heiminn,að hann gaf sin sinn eingetin" Gaf hann nauðstöddu mannkyni. Aldrei fyrr,hafði þvílík fórn verið færð - aldrei gefin önnur eins gjöf - Jesús,soiiur Guðs var komin í heiminn og hann varð frelsari mannanna. bar með rættust allar forspár hinna heilögu spá- ^ manna um komu Messíasar. óskeikult orð Drottins uppfylltist svo bókstaflega án þess þó að fjöldin vissi af eða reiknaði með því að málin skipuðust þannig. "Ljósið skeih £ myrkrinu". Priðarhöfðingin kom,hann,'sem einn er fær um að veita þann frið,sem mannkynið hefur þráð um langan aldur og þráir enn í dag, - frið,sem hver maður getur öðlast ef hann vill ganga að friðarkostunum. "Yður er í dag frelsari fæddur". hetta var kjarninn í boðskap engilsins' sem hann flutti fjárhirðunum í Betlehem. Fullkomið hjálpræði var veitt og himininn fagnaði hjálpræðinu,sem föllnu mannkyni hlotnaðist.Því "og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita,sem lofuðu Guð og sögðu. "Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum,sem hann hefur velþóknun á". Já, þannig var fagnaðarboðskapurinn,sem fluttur var- heiminum fyrir h.u.b. 2ooo árum og er enn í dag. m Og hvernig bregðast svo menn nú við þessum boðskap? Er boðskapur Jesú okkur fagnaðarboðskapur? Ef mannkynið hefði skilið boðskapin um fyrri komu frelsarans í heiminn - borið Messíasar vonina í brjósti,hefðu allir fagnað fæðingu barnsins í Betlehem í Júdeu. En gerðu menn það? Guðspjallamaðurinn Jóhannes segir; "Heimurinn þekkti hann ekki,Hann kom til eignar sinnar og hans eigin tóku ekki við honum". hó sendi Guð heiminum skýran boðskap áður en hann

x

Viljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.