Viljinn - 01.12.1958, Side 10

Viljinn - 01.12.1958, Side 10
10 Að móðir geti skapað nýjan Shakespear með því að lesa verk hans, eða nýjan Bethoven með því að hlusta á tónverk hans, eða nýjan Kjarval með því aö horfa á tvö, þrjií strik eða dopp- ur á dáknum hans - engan veginn, segi eg. En það er eitt, sem eg er sannfærð um, og það er að það hefur góð áhrif á móðurina, það hefur andlega og lxkamlega uppbyggjandi áhrif á hana sjálfa. Allt, sem lyftir huganum upp fyrir amstur hins daglega lífs, allt þaö, sem er fagurt og gott, allt slfkt hefur jákvæð áhrif, bætandi áhrif, hjálpar til að láta smámuni hins daglega lífs ekki setja sig ár jafnvægi. Að ástand móðurinnar á með- göngutímanum sé jákvætt, að hán gleðjist yfir því ástandi, ser^fc hán er í, að hán elski barnið, sem hán gengur með, að hán hlal^n til þess, sem bíður hennar, þegar hán er krýnd kóránu lífsins, þegar hán fullkomnar það verk, sem hán hefur verið sett í heim- inn til - í stað þess að kvíða, - þá gefur hán líka án nokkurs efa barninu sínu þá beztu lífsbyrjun, sem hægt er - auk þess að fela það í hendi Guðs. Hvað getum við? Hvers erum við megnug án hjálpar frá hendi hans? Ef við ætlum að standa á eigin fótum og ala börn okkar upp í góðum siðum án Guðs - ó, vinir, það getur ekki farið vel. Hvert það barn, sem fer á mis við það, að móðirin feli það í hendi Guðs, hvert það barn, sem fer á mis við að læra fögur vers og bænir viö móðurkné, þaö missir það dýrsta og bezta, líf þess er byggt á skjálfandi grundvelli, sem getur hrunið fyrr en varir. 1 upphafi minntist eg á margt það, sem góð móðir gerir fyrir barn sitt. Eg held að góð dóttir, eða góður sonur geti fyrirgefið mömmu allt, þó henni hafi greinilega mistekizt í þessu eða hinu. En það er eitt, sem kemur allt af að í lífi hvers einstaklings: Þrá, löngun til þess að eiga Guð - þakk- læti til móðurinnar, sem sáði og kenndi fögru versin og bæn- imar við brjóst sér - eða þá tregi og söknuður, hryggð: Hán kenndi mér aldrei neitt um Guð, hán mamma þekkti ekki Guð. Og þess vegna bið eg, kæru mæður, látið slíkt ekki henda ykkur. 0, nei, látlð ekki slíka ógæfu henda bömin ykkar, að þið hafið ekki haft tíma til að staldra við örlitla stund við litla rámið á kvöldin, og fela barnið ykkar í hendi Guðs. Það særir hjarta mitt stöðugt, þegar eg sé lítið bam, sem þvegið hefur verið af handahófi og síðan fleygt x rámið hálfgrenjandi, kallandi á mömmu, en hán mátti ekki vera að því að sinna því - litla barninu sínu, hán þarf að gera eitt- (Framh. á bls. 16)

x

Viljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.