Viljinn - 01.12.1958, Side 11

Viljinn - 01.12.1958, Side 11
11 LITLA DRENGSINS ■«» Góði Jesús,gerðu mig góðan dreng,sem elski þig, Kærleiksverkin kenndu mér, kenn mér og að líkjast þér« Varast lát mig vont og ljótt vertu hjá mér dag og nótt. Styrk þú veikan vilja minn, vefðu mig í faðminn þinn. Gef mér tvennt,en ekki auð; Eilíft líf og daglegt brauð. P.S. | Pátt er foreldrum kærari starfi en að fá að kenna barni sínu móðurmálið. Sumir fá aldrei að reyna þá gleði.En forréttindi vor eru fleirr. Með tungu vorri Éfcetum vér opnað augu bræðra vorra og systra fyrir iegurð náttúrunnar óg dásemdarverkum guðs. Með henni getum vér lýst dagsbrún og dagssetri fyrir blindum,með henni getum vér huggað marga í sorg, með henni getum vér yljað þeim um hjartarætur,er búa við kulda og basl, með henni get'um vér örvað hugdeiga og hvatt hrösula, með henni getum vér kveðið kjark í veika,með henni getum vér brýnt til dáða. Málið gjörir oss kleift að tjá hug vórh hvert fyrir öðru og treysta vináttubönd. Það gjörir oss kleift að vitna um sjálfan Guð.

x

Viljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.