Viljinn - 01.12.1958, Blaðsíða 12

Viljinn - 01.12.1958, Blaðsíða 12
-12 Hallgrímur Petursson kvað; Oft má af máli þekkja .i manninn,hver helzt hann er, sig mun fyrst sjálfan hlekkja, sá með lastmælgi fer, góður af gleði hreinu góðorður reynifrb víst, fullur af illu einu illyrðin sparar sízt. lannig vitnar tungutak vort um,hvern mann vór höfum að geyma. Eins víst er og hitt,að þú,sem í hví vettna a temur þér að mæla aldrei annað en það,sem satt er og ™ rétt,og göfugt,orkar ekki aðeins til góðs á þá,sem þú umgengst,heldur dregur hugur sjálfs þín dám af orðfæri þínu og greypir áhrif sín í sál þína og hjarta — smátt og smátt eins og dropinn holar stein. En það er kannski ekki síður vandi að gæta eyrna sinna en tungu,því að allar skæðar tungur mundu þagna, ef engin eyru þyrsti í óhróður þeirra. Það hefur líka verið sagt,að vísasti vegur til að vár fáum séð oss sjálf með annarra augxm,sé að gefa því gaum,hvernig öðrum farast við oss orð. Sá,sem veit,að þú hefur andstyggð á óhróðri og auvirðilegu tali,lítilsvirðir þig ekki með þvi að mæla svo til þín framar. Þetta geturðu haft til marks um dyggð þína. Og þú,sem lest þessi orð til loka,skyldir minntur á þau ummæli Krists,sem eru hurðarás þeirra og uppi- . staðas * Góður maður her gott fram úr góðum sjóði hjarta síns,en vondur maður her vont fram úr vondum sjóði, því að af gnægð hjartans mælir munnur hans. ö,hve sæll er sá er geymir sanna ímynd frelsarans. Og á himni sjóði safnar sigurlaunum kærleikans.

x

Viljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.