Viljinn - 01.12.1958, Blaðsíða 14

Viljinn - 01.12.1958, Blaðsíða 14
-14 o n n FÖÐURÁST Eg þekki föður,sem átti 12 ára gamlan son,er Tómas hét .Drengurinn gekk í skóla. Einn dag kom kennari han's heim til föðursins. "Er sonur yðar veikur? spurði kennarinn. i Nei,en því spyrjið þér um það? ^ Það er af því að hann hefir ekki verið í skólanum í dag. Getur það verið? Já,hann var heldur ekki í skólanum í gær. Hvað segið þér? Og heldur ekki í fyrradag. En ..... Eg hélt,að hann hefði verið veikur. ÍTei,hann var ekki veikur. Já,mér fannst eg ætti að láta yður vita það. Eg þakka yður fyrir það. Og kennarinn fór heim til sín. Eaðirinn sat lengi hugsi.Þá heyrði hann,að einhver var að koma. Það var Tómas. Þegar hann sá föður sinn, skildi Tómas,að hann vissi um framkomu sína síðustu þrjá daga. Kondu inn til mín,Tómas. Tómas kom,og faðirinn lokaði hurðinni. ^ Tómas,kennari þinn var hér nýskeð. Hann sagði,að þú hefði ekki verið í skólanum þrjá síðustu dagana. En eg hélt,að þú hefðir verið í skólanum.Þú lézt okkur trúa því. M veizt ekki,hve mjög þetta hryggir mig. Eg hef alltaf reitt mig á þig. Eg hef sagt: Þa^ er ætíð hægt að reiða sig á Tómas, Og nú hefir þú verið lifandi lygi * fyrir okkur í þrjá daga. Eg get ekki sagt þér,hversu hryggur eg er. Orð þessi höfðu mikil áhrif á Tómas. Sf faðir hans hefði talað harðlega við hann,þá hefði hann ekki fundið nærri eins mikið til.

x

Viljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.