Austurglugginn


Austurglugginn - 30.05.2008, Qupperneq 2

Austurglugginn - 30.05.2008, Qupperneq 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 30. maí Á aðalfundi Verslunarmannafélags Austurlands sem fram fór á Reyðarfirði síðastliðinn sunnudag var samþykkt að félagið samein- aðist VR. Allir fundarmenn greiddu atkvæði með sameiningunni, enginn sat hjá eða greiddi mótatkvæði. Kristín Björnsdóttir, formaður VFA, segir fundarsókn hafa verið óvenju góða. “Það voru fjörtíu og fimm manns á fundinum. Það er ánægju- legt að víðtæk samstaða var um sam- eininguna. Með sameiningu við VR verða félagsmenn partur af öflugasta stéttarfélagi landsins, en VR hefur á að skipa sérstaklega öflugum sjúkra- sjóði. Eins eru félagsmenn ánægðir með að verða partur af mun stærra félagi sem starfar í sömu starfsstétt.” Kristín segir að þjónusta við félags- menn á Austurlandi skerðist ekki í kjölfar sameiningar. “Þvert á móti mun þjónusta og upplýsingagjöf við félagsmenn eflast í framhaldi af sam- einingunni.” Framkvæmdastjóri Afls var á móti. Sverrir Mar Albertsson, framkvæmda- stjóri Afls, Starfsgreinasambands Austurlands, skrifaði harðorða grein í Austurglugganum í síðustu viku. Þar sagði hann að “Ofurvald stofnana að “sunnan” er og hefur verið þyrnir í augum sjálfstæðra og stoltra íbúa dreifbýlisins,” Í greininni setti Sverrir fram þá skoðun að VFA ætti heldur að sameinast Afli. Jafnframt segir í greininni: “fyrir um ári síðan, var Verslunarmannafélagi Austurlands boðið til viðræðna um sameiningu við Afl. Þær viðræður hafa aldrei orðið.” Sverrir klikkir út með orðunum: “Það, hvernig VR kýs að halda á sínum sjúkrasjóðs- og orlofsmálum er pólitísk ákvörðun sem tekin hefur verið þar að vel skoðuðu máli. Forysta Afls hefur aðra skoðun og fylgir henni.” Á síðustu fimm árum hafa fimm versl- unarmannafélög sameinast VR. Að lokinni atkvæðagreiðslu um samein- inguna var haldinn stofnfundur deildar VR á Austurlandi þar sem kosin var 3ja manna stjórn. Formaður deildarinnar er Kristín Björnsdóttir. Sameiningin tekur gildi frá og með 1. júní næst- komandi. Formaður VR, Gunnar Páll Pálsson, segir sameiningu VR og VFA mikilvæga fyrir bæði félögin, það sé ávinningur fyrir verslunarmenn að taka höndum saman, burtséð frá því hvar á landinu þeir búi.” Í VFA eru skráðir um 400 félagsmenn. Verslunarmenn á Austurlandi sameinast VR Víkingur Heiðar Ólafsson, heldur einleikstónleika hér í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Fjarðabyggð, en hann brautskráðist fyrir aðeins fáeinum vikum frá Juilliard tónlist- arháskólanum í New York. Víkingur Heiðar hefur notið fjárhagslegs stuðnings frá Minningarsjóði um Birgi Einarson apótekara und- anfarin ár og því helgar hann tón- leikana minningu hans. Tónleikarnir eru þriðjudaginn 3. júní og hefjast kl. 20. Á efnisskránni eru, Eroica Varíasjónir op. 35 eftir Beethoven, 16 valsar op. 39 eftir Jóhannes Brahms, Reykjavík by Night - frumflutningur á 5 míníatúrum eftir Ólaf Axelsson, 7 Fantasíur op. 116 eftir Brahms og Scherzo nr. 3 op. 39 eftir Chopin. VR hefur aðsetur í Húsi Verslunarinnar í Kringlunni 7. VR hefur í hyggju að efla þjónustu og upplýsingagjöf til félagsmanna á Austurlandi. VR stóð áður fyrir Verslunarmannafélag Reykjavíkur, en nú fyrir Virðing-Réttlæti. Árið 1939 efndi sjómannadagsráð til samkeppni um ljóð og lag fyrir sjó- mannadaginn. Magnús Stefánsson hlaut fyrstu verðlaun fyrir ljóð sitt "Hrafnistumenn" við lag eftir Emil Thoroddsen. Lag þetta og ljóð er nú einkennissöngur sjómannadagsins. Tónlistarviðburður Víkingur beint úr Juilliard til Eskifjarðar Sannleikskorn: Hið eina sanna sjómannadagslag Hrafnistumenn Íslands Hrafnistumenn lifðu tímamót tvenn þó að töf yrði á framsóknarleið. Eftir súðbyrðings för kom hinn seglprúði knörr eftir seglskipið vélknúin skeið. En þótt tækjum sé breytt þá er eðlið samt eitt eins og ætlunaverkið er sjómannsins beið. Magnús Stefánsson Erilsamt hjá lögreglu Austfirskir lögreglumenn höfðu nóg að gera um helgina. Vinnuslys varð í álveri Alcoa og stórskemmtun á Egilsstöðum. Einn gisti fangageymslur lögregl- unnar á Egilsstöðum um helgina og ein líkamsárás átti sér stað. Einn var tekinn fyrir ölvun við akstur. Í sein- ustu viku voru tíu ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði, fjórir kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot, sautján bifreiðar boðaðar í skoðun og klippt af einni. Á föstudagskvöld var tilkynnt um vinnuslys í álverinu í Reyðarfirði. Þrjú rifbein brotnuðu og lunga féll saman í starfsmanni sem fékk deiglulok í sig. Þeir sam- starfsmenn hans sem næstir stóðu fengu áfallahjálp. Starfsmaðurinn var að vinna við lokið uppi á vagni sem tengdur var við lyftara. Vagninn virð- ist hafa verið hreyfður til þannig að lokið slóst í manninn sem féll við. Lögreglan á Eskifirði hefur forræði yfir rannsókn máls togbáts sem staðinn var að ólöglegum veiðum. Báturinn var færður til Hafnar í Hornafirði og lögreglan þar rann- sakar málið.

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.