Austurglugginn - 27.08.2010, Síða 3
KYNNING
Fréttir frá Fjarðaáli
Umsjón: Kristborg Bóel Steindórsdóttir ritstjóri Álpappírsins, fréttabréfs starfsmanna Alcoa Fjarðaáls.
Jón Marinó Sigurðsson, framleiðslustarfs-
maður í steypuskála, er fæddur og uppal-
inn í Bítlabænum Keflavík. Hann er leikari að
mennt, en hefur fengist við fjölmargt gegnum
tíðina. Hann hefur starfað hjá Fjarðaáli frá því
2007. Kristborg Bóel ræddi við kappann á
vormánuðum.
Rúnar Júlíusson var „næs gæ“
Jonni segist að mestu hafa alist upp í Geim-
steini, stúdíói rokkhetjunnar Rúnars Júlíusson-
ar, eða Rúna Júl eins og flestir kölluðu hann.
„Rúnar hafði eitthvert óútskýranlegt aðdrátt-
arafl, hann var töffari af Guðs náð. Það rigndi
þó aldrei upp í nefið á honum. Hann var svona
„næs gæ.“
„Ég var í miklu sambandi við hann, allt þar til
hann lést. Ég var til dæmis viðstaddur nánast
allan tímann meðan GCD platan var tekin upp í
Geimsteini. Það var Rúnari kappsmál að koma
ungu tónlistarfólki áfram, hann aðstoðaði bíl-
skúrshljómsveitir af stað - gaf þeim betri kjör
á stúdíótímum en annarsstaðar þekktust. Hjál-
mar eru gott dæmi um hljómsveit sem hefur
tekið upp sína fyrstu plötu hjá honum og svo
komist langt. Rúnar stóð alltaf fyrir útgáfutón-
leikum hver jól þar sem böndin sem hann hafði
aðstoðað yfir árið komu fram. Það var einmitt
á þeim tónleikum sem hann hneig niður, fékk
verk fyrir brjóstið og lést á sjúkrahúsi skömmu
síðar,“ segir Jonni.
Stóð allsnakinn fyrir framan
forseta Íslands
Að þessum tíma liðnum lagðist Jonni í heims-
hornaflakk og fór til Danmerkur með fjórum fé-
lögum sínum, þar sem hann vann í kjötvinnslu.
Eftir störf við kjötvinnslu og ferðalög um Evrópu
kom Jonni heim og vann hjá Varnarliðinu auk
þess að vasast áfram í tónlistinni, en hann
spilaði í ballhljómsveit á þessum tíma. „Ég var
plataður í söngprufu fyrir söngleik hjá Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar. Ég fékk hlutverk í sýnin-
gunni sem gekk mjög vel og gekk í leikfélag Ke-
flavíkur í kjölfarið. Í allt hef ég líklega tekið þátt í
yfir tíu sýningum hjá þeim,“ segir Jonni.
Út frá þessu fór Jón Marinó að kenna leiklist í
grunnskólunum á svæðinu auk þess að þreyta
frumraun sína sem leikstjóri, þegar hann var
fenginn til þess að leikstýra fjölmennri afmælis-
sýningu fyrir jazzballettskóla. „Verkefnið luk-
kaðist afar vel og fjórar sýningar urðu að
átján. Ég náði að skapa mér smánafn í
leikstjórabransanum við þetta verkefni.“
„Á þessum tíma var Leikfélag Kefla-
víkur við það að lenda í gjaldþroti.
Við komum nokkur saman til þess
að fara yfir stöðuna, en við gát-
um ekki hugsað okkur að missa
leikhúsið frá okkur. Ég sagði
við vin minn að ég væri
tilbúinn til þess að strippa til
þess að bjarga þessu. Hann
tók mig á orðinu, hringdi í mig
tveimur tímum síðar og sagðist
vera búinn að finna leikrit sem við gætum sett
upp, Stæltir stóðhestar, byggt á kvikmyndinni
Full Monty. Þarna var ég kominn í örlitla klípu,
en skemmst er frá því að segja að við settum
verkið upp og það sló alveg í gegn. Við vorum
valin áhugaverðasta áhugamannasýningin það
árið og enduðum í tveimur sýningum í Þjóðleik-
húsinu þar sem ég stóð allsnakinn fyrir framan
fullan sal af fólki, þjóðleikhússtjóra og forseta
Íslands! Út frá þessu verkefni var ég valinn
til þess að ferðast um landið með útileikhúsi.
Þegar það var búið gerði ég eina bíómynd með
félögum mínum, lék í einu leikriti á fyrstu Ljós-
anæturhátíðinni og stökk svo upp í flugvél til
Englands þar sem ég ætlaði mér að komast
inn í leiklistarskóla.“
Í Englandi byrjaði Jonni á því að læra til þjóns,
vann á samningi á sveitahóteli og fór í leiklis-
taprufur seinnipartinn. „Þetta var erfiður tími,
ég fór í 15 prufur og fékk 14 nei. Ég er afar
þrjóskur maður, en þarna var ég við það að
gefast upp. Ég átti aðeins eina prufu eftir, í
Central School of Drama og fékk þar inn. Nám-
ið var eitt ár, en að því loknu reyndi ég aðeins
fyrir mér á Englandi og fékk smærri hlutverk
í breskum kvikmyndum - eins og að leika lík í
stríðsmyndum. Það var þó ótrúlega gaman, ég
lærði heilan helling á kvikmyndaheiminn og þar
kviknaði áhugi minn á þeim vettvangi, frekar en
leik á sviði.“
Frambjóðandinn, sirkusnemandinn og
verkefnastjórinn Jón Marinó Sigurðsson
Eftir heimkomu lék Jonni nokkuð fyrir Kvik-
myndaskóla Íslands, vann í tengslum við kvik-
myndirnar 101 Reykjavík og Englar alheimsins
auk þess sem hann klippti myndina Uss sem
þeir félagar tóku upp áður en hann fór til Eng-
lands. Hann var ekki búinn að vera lengi
heima þegar hann fékk símtal og var
beðinn um að vera í fimmta sæti á lista
Framsóknarflokksins í bæjarstjórn-
arkosningum. „Ég sló til og skellti mér
í framboðsslaginn. Við náðum vel
til unga fólksins en skíttöp-
uðum þrátt fyrir það. Árni
Sigfússon, sem kom
inn sem bæjarstjóri á
þessum tíma sá eitt-
hvað í mér og bað
mig um að taka að
mér þrettándagleði
í bænum og í fram-
haldi að vera verkefna-
stjóri fyrir Ljósanótt. Það tókst allt saman mjög
vel, en ég setti meðal annars upp stórt stomp-
sjóv sem lukkaðist mjög vel. Við það kviknaði
áhugi minn á götuleikhúsi og ég ákvað að skella
mér til Stokkhólms og fór í sirkusskólann Cikur
sem er frægur í sinni grein. Þar dvaldi ég í
fjóra mánuði ásamt hópi af skemmtilegu fólki,
þar sem ég lærði meðal annars eldgleypingar.
Þegar ég kom heim setti ég upp götuleikhús í
samstarfi við Reykjanesbæ.“
Skömmu síðar hafði Árni aftur samband við
okkar mann, en að þessu sinni vildi hann fá
hann sem verkefnastjóra yfir frístundaskólum
Reykjanesbæjar. Hugmyndin var að byggja
skólana upp á leiklist, tjáningu og íþróttum. Það
varð úr, Jonni tók að sér verkefnið og sinnti því
í tvö ár. Það fékk mikið lof og bæjarstarfsmenn
víðs vegar að af landinu komu til þess að kynna
sér málið.
Jón Marinó hefur sungið af og til með Bigbandi
Tónskóla Reykjanesbæjar frá því 1997, nú síð-
ast fyrir einu og hálfu ári. „Það hefur verið ótrú-
lega skemmtilegt, ég er búinn að fara í gegnum
sex hópa og búinn að ferðast með þeim út um
allan heim, meðal annars í Bandaríkjunum, á
Spáni og í Búlgaríu. Ég var voða ánægður þeg-
ar ég sá umfjöllun um tónleikana í blaði í Bo-
ston, þar sem ég var kallaður Young Blue Eyes,
en Frank Sinatra var kallaður old blue eyes - en
það er ekki leiðum að líkjast!
Eins og alltaf sagði mamma: „Go for it!“
Jonni þekkti hvorki til landsfjórðungsins hvað
þá álframleiðslu þegar hann sótti um starf hjá
Fjarðaáli árið 2007.
„Á þessum tíma var allt farið að dala, hljóm-
sveitin sprungin og lítið að gera í sjóvbiss-
nessnum. Það var svo einn laugardaginn að
ég sá bæði starfsauglýsingu í Fréttablaðinu og
viðtal við Tómas Má Sigurðsson í sjónvarpinu.
Ég fílaði þennan góðlátlega og brosandi mann,
þannig að ég fór á Netið og tjáði mömmu að
ég ætlaði að sækja um vinnu í álveri austur
á landi. Eins og alltaf sagði mamma bara, go
for it!“
Jonni segist hafa verið nokkuð lengi að gíra sig
niður, enda búinn að vera á útopnu um allan
heim síðan hann var unglingur. En hann var
fljótur að læra að meta aðstæður.
„Þó svo það hafi ekki beint verið afslappandi að
taka þátt í gangsetningunni þá fann ég fljótt að
það eru alger forréttindi að fá að búa í því um-
hverfi sem hér er, en ég hef lært að njóta þess
að slappa af.“
„Það er oft ótrúlegt hvernig lífið fer. Aldrei hefði
mér dottið í hug að ég myndi lenda austur á
landi í álveri. Það er mín trú að þessi reynsla
eigi eftir að leiða mig eitthvað annað. Það er
ekkert sem togar í mig fyrir sunnan, ég myndi
frekar vilja fara til útlanda. Ég held mig á jörð-
inni, en dreymir þó um að fá tækifæri til þess
að fara sem þjálfari í önnur álver á vegum fyr-
irtækisins. Svo hlýtur að koma að því að Tóm-
as hætti sem forstjóri og þá verður einhver að
taka við af honum,“ segir Jonni og hlær.
Ólst upp í stúdíóinu hjá Rúnari Júl