Austurglugginn - 27.08.2010, Side 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 27. ágúst
Búðareyri 7, 730 Reyðarfjörður
Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Ragnar Sigurðsson
frett@austurglugginn.is
Auglýsingastjóri og þjónusta við áskrifendur: Erla Sigrún Einarsdóttir
Fréttasími: 477 1750
frett@austurglugginn.is • www.austurglugginn.is
Auglýsinga- og áskriftasími: 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is
Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir s. 695 8498 - aslaugl@gmail.com
Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 865 7471 - kompan@vortex.is
Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf.
Umbrot og prentun: Héraðsprent.
ÞUNGUR ER
ÞEGJANDI RÓÐUR
Grein Ásmundar Ásmundssonar sem birtist í Austurglugganum
þann 20. ágúst sl. hefur vakið margan til umhugsunar svo ekki sé
kveðið fastar að orði. Í greininni fjallar Ásmundur um mikilvægi
þess að sýna ráðdeild í fjármálum en um það hljótum við öll að
vera sammála. Ásmundur telur að með því að flytja aðkomu ferjunnar yfir á
Reyðarfjörð mætti spara umtalsverða fjármuni sem annars færu í gangnagerð.
Ekki veit ég hvort Seyðfirðingar myndu slá af kröfum sínum um göng þó svo
að ferjan færi og ég þykist vita það að ferjan fari hvergi. En það er annað mál,
á öllum kaffistofum fjórðungsins hefur grein Ásmundar verið til umfjöllunar
í meiri eða minni mæli. Umræður eru alltaf til góðs og ég fagna því að fólk
sjái ástæðu til þess að setjast niður og skrifa blaðinu bréf.
Í þessu blaði sjá þeir Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, og
Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi ráðherra, ástæðu til þess að svara
Ásmundi, Seyðfirðingum til mikillar ánægju. Báðir sjá þeir ástæðu til þess
að mótmæla Ásmundi og tína til ýmis sjónarmið máli sínu til stuðnings.
Eins og Vilhjálmur bendir réttilega á í sinni grein þá eru samgöngumál
Austfirðingum risavaxið viðfangsefni. Því er rík ástæða til að vanda til verka
og hefja víðtæka samvinnu til að tryggja Austfirðingum viðunandi samgöngur.
Samstaða næst hvorki með því að kæfa niður mál né með plotti milli sveit-
arstjórna. Skoðanaskipti þurfa að eiga sér stað og sjónarmið hvers og eins
verða að fá að njóta sín en lykilatriðið er að virða skoðanir samborgaranna.
Því fagna ég þeim skoðanaskiptum sem fara hér fram í blaðinu og hvet alla
til að tjá skoðanir sínar með þessum hætti. Ég vona að Ásmundur sé ekki
af baki dottinn þrátt fyrir að hinn mikli penni, rithöfundur og fyrrverandi
ráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson sjái ástæðu til þess að svara grein hans.
Ég vænti því þess að sjá svör Ásmundar við greinum Ólafs og Vilhjálms í
næsta tölublaði Austurgluggans og bíð spenntur líkt og margar kaffistofur
fjórðungsins.
Ég held hinsvegar að það sé ástæða til þess að hafa áhyggjur af baráttu okkar
fyrir auknum samgöngubótum á Austurlandi. Sundrung kjörinna fulltrúa
fjórðungsins er með slíkum hætti að fátt bendir til annars en að við séum að
færa þeim er stýra niðurskurðarmálum vopn í hendur þ.e. ósamstöðuna.
Vonandi leiða samskiptin til frekari sátta
Ragnar Sigurðsson
Björn Hafþór, formaður SSA, tekur við umsóknum og svarar fyrirspurnum
um starf framkvæmdastjóra SSA sem hann sótti sjálfur um og fékk.
Hjalli
Ágætu lesendur
Einhverjir hafa ef til vill veitt því athygli að vísukorn eftir mig birtist í
Austurpésanum fyrir skömmu. Þar reyndi ég eftir bestu getu að níða niður
nýráðinn ritstjóra þess blaðs. Í framhaldi af því hótaði undirritaður Ragnari
ritstjóra að yrkja um hann níð í hverri viku ef hann gengi ekki að ákveðnum
kröfum er ég setti fram. Var það úr að mér var boðið að halda úti örlitlu vísna-
horni gegn því að ég hefði hemil á mér gagnvart áður nefndum Ragnari.
Hugmyndin er að kasta fram fyrripart sem þið lesendur botnið. Síðan verður
valið úr innsendum botnum og þeir birtir. Einnig hef ég hugsað mér að lauma
inn einni og einni vísu bæði frá þekktum og minna þekktum stórskáldum.
Hvað tekið verður fyrir hverju sinni fer eftir hvað er efst á baugi hverju sinni.
Reikna þó frekar með því að halda mig innan fjórðungsins.
Eins og flestir vita er uppgræðsla hvers konar mjög vinsæl nú á dögum.
Margt er gert til að prýða landið en hugmyndir manna á Djúpavogi eru þó
vægast sagt nýstárlegar:
Djúpavogsins drengir góðir
dugmiklir vildu rækta gras.
Mig langar að biðja alla sem vettlingi geta valdið að senda inn botna en ekki
síður hugmyndir sem gætu nýst í vísnahorninu. Sendist á netfangið frett@
austurglugginn.is
Vísnakveðjur
Glúmur
Vísnahornið3 glæsilegar list- og hönnunarsýningar
Þann 14. ágúst sl. opnuðu 3 glæsilegar list- og hönnunarsýningar í Sláturhúsinu
á Egilsstöðum. Þar sýna í Frystiklefanum Ólöf Björk Bragadóttir myndlist-
armaður 10 ára retrospective, Gallerí Snærós og Mupimup - endurvinnsla
í gegnum hönnun, grafíkverk, textílverk, fatahönnun, vöruhönnun og fl., í
anddyrinu sýna svo vöruhönnun með plexígleri HILMKO Hilmar & Kolla.
Um 300 gestir sóttu sýningarnar heim á opnunardegi en sýningar í
Sláturhúsinu eru ávallt mjög vinsælar og eftirsóttar bæði af heima-
fólki svo og ferðamönnum og ekki síst erlendum ferðamönnum.
Sýningarnar eru opnar til 29. ágúst nk.