Austurglugginn - 27.08.2010, Qupperneq 9
Föstudagur 27. ágúst AUSTUR · GLUGGINN 9
Í síðasta blaði Austurgluggans birtist
svo ekki sé meira sagt sérkennileg grein
frá Ásmundi Ásmundssyni. Í stuttu
máli þá telur hann að Seyðfirðingar
þurfi ekki jarðgöng heldur eigi þeir
bara að flytja ferjusiglingar Norrænu á
Reyðarfjörð. Halló! „ Er enginn heima
og öll ljós kveikt“.
Því miður þá hefur það verið þannig
síðustu tvo áratugi að Austfirðingum
hefur fækkað jafnt og þétt. Fyrir því
liggja margar ástæður m.a. miklar
breytingar í sjávarútvegi með mik-
illi fækkun starfa í bæði veiðum og
vinnslu. Á sama tíma hefur fækkað í
þeirri stétt manna sem stunda búskap.
Stáliðnaður drógst gríðarlega saman
og fundum við Seyðfirðingar svo sann-
arlega fyrir því og svo mætti lengi telja.
Með byggingu álvers á Reyðarfirði
og virkjunar við Kárahnjúka kom
ákveðin viðspyrna og um tíma birti
upp á miðsvæði Austurlands og fólki
fjölgaði á ný. Álver á Reyðarfirði
varð að veruleika. Ekki síst fyrir
gríðarlega samstöðu Austfirðinga.
Ötullegust var samt framganga bæj-
arstjórnar Fjarðabyggðar með þá vini
mína Smára Geirsson og Guðmund
Bjarnason í fararbroddi. Þá má heldur
ekki gleyma því að SSA lagði gríð-
arlega þung lóð á þær vogaskálar
með Smára sem formann og Þorvald
Jóhannsson sem framkvæmdastjóra.
Tilkoma álversins skipti miklu máli
fyrir atvinnulíf svæðisins en hún
virðist því miður alveg hafa ruglað
ákveðna aðila í kollinum og þar á
meðal Ásmund. Á fyrri hluta ársins
2008 sendi Ásmundur bréf til sveitar-
stjórna á Austurlandi um samgöngu-
mál þar sem hann hvatti menn til dáða
í samgöngumálum. Fjórðunginn átti
að bora út og suður og tengja byggðir
með jarðgöngum og menn áttu að
standa saman. Með hugleiðingunum
sendi hann kort sem sýndi svo ekki
varð um villst hversu stórhuga mað-
urinn var. Það var að vísu einn stór
galli á hugmyndafræðinni og fékk hún
því lítinn hljómgrunn a.m.k. í mínu
bæjarráði. Gallinn var sá að hugsun
Ásmundar snérist öll um að stytta
leiðir að höfninni á Mjóeyri sem allt í
einu var orðin miðpunktur alheimsins
í augum Ásmundar. Og enn heldur
hann áfram með bullið. Í bréfinu
áðurnefnda getur Ásmundur þess
að hann hafi flutt austur fyrir fjörtíu
árum síðan. Það var einmitt litlu síðar
sem Seyðfirðingar hirtu ferjusiglingar
á milli Íslands og Evrópu við nefið á
Reyðfirðingum. Hér hefur verið við-
komustaður ferjunnar fyrst Smyrils
og síðar Norrænu allt frá 1974 eða
rúmlega helming líftíma Íslenska lýð-
veldisins. Ásmundur! Þetta byrjaði
ekki í gær. Það er búið að hafa mikið
fyrir því að byggja upp þá frábæru
aðstöðu sem er hér á Seyðisfirði til
að afgreiða ferjuna og til að taka við
ferðamönnum. Sú barátta hefur ekki
verið án fyrirhafnar og þar hafa margir
lagt hönd á plóginn. Sem
betur fer þá hafa svona
raddir eins og Ásmundar
ekki hljómað hátt heldur
hefur maður frétt af svona
umræðu í skúmaskotum.
Það er hins vegar orðið
langt síðan gerð hefur verið svona
opinber árás á Seyðfirðinga eins og frá
Ásmundi. Að mínum mati þá er þetta
nú ekki sá hugsunarháttur sem við
Austfirðingar þurfum á að halda.
Við Seyðfirðingar munum berjast
fyrir okkar samgöngubótum með þeim
vopnum sem við teljum skynsam-
legt að beita. „Evrópuvegur 1“ liggur
um Seyðisfjörð en ekki Reyðarfjörð
og það er staðreynd sem Ásmundur
verður að sætta sig við. Vona ég til að
Ásmundur eigi ekki marga stuðn-
ingsmenn þessara ömurlegu hugrenn-
inga sinna.
Seyðfirðingar voru einlægir stuðnings-
menn jarðganga á milli Fáskrúðsfjarðar
og Reyðarfjarðar. Þeir eru líka einarðir
stuðningsmenn nýrra ganga á milli
Eskifjarðar og Fannadals. Þeir eru
líka mjög fylgjandi nýjum vegi um
Öxi og nýjum vegi til Vopnafjarðar.
Við teljum hins vegar að næst komi
að okkur og lái okkur
hver sem vill. Við eigum
allt okkar undir því að
komast um Fjarðarheiði.
Smátt og smátt er verið
að gera okkur háðari því
að komast til Héraðs og
við sækjum þangað stóran hluta af allri
okkar þjónustu. Samstarf sveitarfélag-
anna eykst jafnt og þétt og þörfin fyrir
enn frekara samstarf blasir við. Með
Fjarðarheiðina á milli okkar gengur
það einfaldlega ekki upp. Jarðgöng
eru eina lausnin. Byrjunin á því er
að fá inn í Samgönguáætlun ein-
hverja vísbendingu um að ríkisvaldið
ætli einhvern tíma að láta koma að
okkur Seyðfirðingum. Á sínum tíma
var handsalað inn á Alþingi að næstu
göng á eftir Vestfjarðagöngum yrðu
göng til Seyðisfjarðar. Það handsal
reyndist því miður lítils virði eins og
svo mörg önnur.
Nú styttist í þing SSA og ég ætla rétt
að vona að umræðan um samgöngu-
mál á þinginu verði á hærra plani en
furðuskrif Ásmundar.
Seyðisfirði 20. ágúst 2010.
Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri.
Um samgöngumál á Austurlandi
Samstaða eða sundrung?? – Á ald-
arfjórðungi, 1945-1990, voru byggðar
í Austur-Skaftafellssýslu 40 brýr og
ein endurbyggð, lengd þeirra alls 1787
m. Röðun þeirra framkvæmda virt-
ist aldrei vera vandamál. Þessari lotu
fylgdi vegur og brýr á Skeiðarársandi,
hringvegurinn var opnaður 1974.
Austurland, Austfirðir
– það er ekki samstöðu-
vænt landsvæði! Það hefur
Austfirðingum lengi verið
ljóst og þeir hafa reynt sitt-
hvað til mótvægis. Af þeim
toga er stofnun Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi
og áður Fjórðungsþingið,
sameining ýmissa sveitarfélaga, sam-
starf í heilbrigðismálum og skóla-
málum, samhæfing safna á svæðinu
og fl. Vissulega hafa stundum hlaupið
snurður á þræði þeirrar samstarfsvið-
leytni. Samt er hún mikilvæg.
Nú veit ég vel að svo margt er sinnið
sem skinnið eins og þar stendur. Samt
varð ég sem þrumulostinn þegar ég
las bréf Ásmundar Ásmundssonar á
Reyðarfirði til Austurgluggans núna
á fimmtudaginn.
Það eru ekki mörg ár síðan þorri
Austfirðinga, með tvo þingmenn kjör-
dæmisins sem þá gegndu ráðherra-
störfum í fararbroddi, háði harða og
tvísýna baráttu fyrir virkjun vatnsafls
á Austurlandi og Álveri á Reyðarfirði.
Og unnu sigur. – Nú vill bréfritari,
Á, Á á Reyðarfirði, einnig fá til sín
dágóða sneið af atvinnurekstri á
Seyðisfirði sem tengist ferjusigling-
unum þangað. Og einnig þann hluta
íbúanna sem við það hefur unnið –
skilst mér – nóg húsnæði! Og ekki
nóg með þetta heldur vill bréfritari
enn fremur spara samgöngubætur við
Seyðisfjörð sem hann kallar í fyrirsögn
– fjarstæðukenndan fjáraustur.
Allt þetta skrif Á, Á er með slíkum
ódæmum, að vart er orðum
að því eyðandi og a.m.k.
best að hafa um það sem
fæst orð.
Vegamálin á Austurlandi
eru margslungið dæmi sem
vitanlega verður þó að leysa.
Austfirðingar hafa í verki
hafnað þeim möguleika að byggja
upp í fjórðungnum eina miðstöð,
„eina með öllu” eins og þar stendur,
landshættir bjóða hreinlega ekki
upp á það. Hafnir eru t.d. við firð-
ina, flugvöllur og stærstu vegamót inn
til landsins. Hvorugu verður breytt!
Sameiginlegar stofnanir eru talsvert
dreifðar. Þetta veit hvert mannsbarn.
Mætti þá ekki ætla að öllum væri ljóst
að greiðar og öruggar samgöngur um
allt Austurland eru grundvallar nauð-
syn fyrir alla Austfirðinga og alla þá
sem hingað leggja leið sína?
Allur atvinnurekstur þarfnast greiðra
samgangna. Stórrekstur eins og
Álverið á Reyðarfirði þarfnast mjög
öruggra samgangna á alla vegu allt
árið, m.a. vegna þess að þar starfar fólk
frá aðliggjandi byggðarlögum. Þess
vegna hefðu samgöngubætur þurft að
fylgja fast eftir byggingu þess – fleiri
en Fáskrúðsfjarðargöngin sem sönn-
uðu sig um leið og þau voru opnuð.
Allt frá því að fyrsta nefnd kunnáttu-
manna – fyrir margt löngu – skilaði
áliti um veggöng á mið-Austurlandi
hefur það legið fyrir sem markmið
að tryggja vetrarumferð á leiðinni
Eskifjörður, Norðfjörður, Mjóifjörður,
Seyðisfjörður, Fljótsdalshérað með
veggöngum. Fjallabálkarnir á þessu
svæði bjóða ekki upp á aðrar lausnir.
Margvíslegt hagræði og öryggi fylgdi
slíkum framkvæmdum: Betra aðgengi
að sameiginlegum stofnunum, auð-
veldara að sækja vinnu í öðru byggðar-
lagi. Og Norðfjörður og Seyðisfjörður
yrðu ekki lengur endastöðvar eins og
þeir eru nú heldur kæmust inn í eðli-
lega hringrás á sínu svæði.
Annars staðar á Austurlandi, jafnt
á syðsta hluta svæðisins sem hinum
nyrsta, er með meiru unnið að því að
fá sem stysta og öruggasta tengingu
við miðsvæði fjórðungsins. Syðra horfa
menn nú einkum til Axar – ofanjarðar,
nyrðra til Hellisheiðar – neðanjarðar.
Þau viðfangsefni eru vissulega brýn.
Vegna landshátta eru vegamál
Austfirðinga risavaxið viðfangsefni
sem ekki verður leyst í einum grænum.
Einum mikilvægasta áfanga gætum
við þó náð án tafar með því einu að
fylgja forskrift Matthíasar:
Sendum út á sextugt djúp
sundurlyndis fjandann.
Vilhjálmur Hjálmarsson
„Sendum út á sextugt djúp...”
Bréf til blaðsins
Ótrúlegir hlutir gerast eins og þetta
hér á Djúpavogi í ekki stærra sam-
félagi. Um daginn var frétt með
sveitarstjóranum þar sem hann var
staddur með sjónvarpsmanni við nýju
bryggjuna inni í Gleðivík í viðtali um
framkvæmdir þar og fræsáningu sem
þeir töldu vera grasfræ. Fréttin var
sýnd í fréttum RÚV og kom í ljós
að þetta grasfræ reyndist vera kálfræ,
svo hér er nóg af káli eins spaugilegt
og það er.
En það er öllu minna spaugilegra
að segja frá samskiptum mínum við
bæjaryfirvöld. Ég er nýbúin að missa
eiginmann minn og þann 9. júlí sl. átti
hann ógreidd fasteignagjöld frá 1/7 –
1/8. Ítrekun barst undirritaðri þann
11/8 og hafði ég samband við sveitar-
félagið þegar í stað. Ég óskaði eftir
því að fá frest framyfir mánaðarmótin
ágúst – september. Svarið var á þessa
leið, þetta er lögbundin innheimtu-
aðgerð, ef þú borgar ekki innan 10
daga fer þetta í lögfræðing.
Á ég að segja þeim að drottinn borgi?
Ég er 75% öryrki og hef ekki há laun,
á að drepa mann?
Sigurrós Rósa Guðmundsdóttir
Djúpavogi