Austurglugginn


Austurglugginn - 11.10.2007, Qupperneq 1

Austurglugginn - 11.10.2007, Qupperneq 1
34. tbl. - 6. árg. - 2007 - Fimmtudagur 11. október Verð í lausasölu kr. 350 Áskriftarverð kr. 1.140 á mánuði (kr. 285 eintakið) ISSN 1670-3561 Bannað að fæða börn á Egilsstöðum, baksíða Fréttablað Austfirðinga Flestir bændur áfrýja - Hallgrímur Kjartansson stendur ekki í óþarfa þrasi 3. október rann út frestur til að skjóta niðurstöðu úrskurði matsnefnda um vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjun til dómstóla. Matsnefndin úrskurðaði heildarverðmæti vatnsréttindanna 1,6 milljarð króna. Helstu eigendur vatnsréttinda hafa ákveðið að una ekki niðurstöðunni. Jón Jónsson hdl. og Hilmar Gunnlaugsson hrl. hjá Regula hafa farið með málið fyrir stærstan hluta vatnsréttindahafa. Í samtali Austurgluggans við Jón Jónsson kemur fram að 61 af 63 umbjóðendum þeirra hafa ákveðið að una ekki niðurstöðunni. Umbjóðendur Jóns og Hilmars er jarðareigendur á Jökuldal. Ekki erfið ákvörðun Í Fljótsdal eru mun færri aðilar sem hafa hagsmuna að gæta og er megnið af vatnsréttindum þar í eigu ríkisins. Þar er niðurstaða jarðareigenda ekki jafn afgerandi. Helstu bótaþegar í Fljótsdal eru eigendur jarðanna Glúmstaða I, Glúmstaða II og Glúmsstaðasels. Hallgrímur Kjartansson bóndi á Glúmsstöðum segist ekki viss um að hægt sé að ná hærri bótum fyrir vatnsréttindin fyrir dómstólum. “Ég nenni ekki að standa í þessi helvítis þrasi, það hefur ekkert uppá sig.” segir Hallgrímur. Hallgrímur er einnig eigandi jarðarinnar Glúmstaðasels sem á voru reiknaðar 27 milljónir króna til bóta vegna vatnsréttindanna. Hallgrímur segir ákvörðun um að skjóta málinu ekki til dómstóla ekki svo erfiða. Eru að undirbúa stefnu “Núna erum við að undirbúa stefnu fyrir héraðsdóm, sem verður svo lögð fram eftir einhverjar vikur.” segir Jón Jónsson lögmaður. Jón segir að landeigendur og lögmenn þeirra meti málin þannig að niðurstaða matsnefndarinnar hafi ekki verið byggð á viðurkenndum lagareglum um fjárhæð eignarnámsbóta. Þannig hafi niðurstaða matsnefndarinnar hvorki byggt á markaðsverði né notagildi vatnsréttindanna. “Eignaréttur nýtur ríkrar verndar samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Því eru til skýrar lagareglur um það hvernig fullar bætur við eignarnám skulu ákvarðaðar. Á grundvelli þeirra verður það lagt fyrir dómstóla að ákveða fullar bætur fyrir einstaka eigendur vatnsréttinda sem látin hafa verið af hendi til Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar.” Eins og áður hefur komið fram var Landsvirkjun tilbúin til að hlýta úrskurði matsnefndarinnar en áskildi sér rétt til að fara fram á lækkun bóta færi málið fyrir dómstóla. Það er ljóst að þarna er á ferðinni umfangsmikið mál og ólíklegt annað en að það fari alla leið fyrir Hæstarétt, ekki síst sökum fordæmis sem þá á eftir að skapa í réttarsögu landsins. Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Rarik, lagði hornstein að Lagarfossvirkjun við vígslu virkjunarinnar á laugardaginn. Nánar á bls 13. Lagarfossvirkjun stækkuð, bls 14 Svik, blekkingar og ólöglegar fjárfestingar, bls 8

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.