Austurglugginn - 11.10.2007, Qupperneq 6
6 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 11. október
Póstfang: Brekkugata 9, 730 Reyðarfjörður
Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf.
Umbrot & prentun: Héraðsprent
Auglýsingastjóri: Erla Sigrún Einarsdóttir 477 1571 - 891 6484 - erla@agl.is
Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Einar Ben Þorsteinsson 896 5513 - frett@agl.is
Fréttaritari á Vopnafirði - Bjarki Björgólfsson 85 49482 - kompan@vortex.is
Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir - 695 8498 - aslaugl@gmail.com
Fréttaritari í Reykjavík: Gunnar Gunnarsson - 848 1981 - zunderman@manutd.is
Aðalsími: 477 1571
Fréttasímar 477 1750 - 477 1755
Fax 477 1756 - www.agl.is
Íslenskur lánamarkaður er
skrítið fyrirbæri. Verðtrygging
og okurvextir virðast vera
alvarlegasta vandamál sem
fjölskyldur landsins glíma við.
Bankarnir eru í þeirri sérstöku
aðstöðu að geta ekki tapað
peningum hvað sem á dynur.
Öll stærri lán til almennings frá
bönkum eru verðtryggð, hækki
vísitala neysluverðs þá hækkar
höfuðstóll lánanna. Þannig eru
bankarnir varðir fyrir öllum
sveiflum í íslensku efnhagslífi.
Neytendur eru hins vegar óvarðir,
hækki neysluverð þá hækka ekki
launin, en bankarnir eru tryggðir.
Hækki verð á kornflexi, þá
hækka lánin. Hækki lottómiðinn,
þá hækka lánin. Hækki áskrift að
Stöð 2 þá hækka lánin.
Óverðtryggð lán bankanna
eru einnig verðtryggð, ekki
vísitölubundið heldur af
Seðlabanka Íslands. Aukist
verðbólga þá hækkar Seðla-
bankinn stýrivexti sína og vextir
á óverðtryggðum lánum, svo
sem á yfirdráttarlánum og öðrum
neyslulánum hækka. Áhætta
bankanna við lánveitingar er
því engin og er þetta fyrir-
komulag útlánahvetjandi
fyrir bankastofnanir. Miðað
við núverandi hagstjórn sitja
bankarnir aldrei uppi með
tímabil þar sem hagnaður er
minni en gert var ráð fyrir. Öllu
heldur hagnast bankarnir jafnt
og þétt og lánveitingar þeirra
eru verðtryggðar af Seðlabanka
Íslands. Hvergi í byggðu bóli í
Evrópu hagnast útlánastofnanir
jafnvel og á Íslandi.
Lánamarkaður hér á landi er
talsvert frábrugðinn lánamarkaði
í öðrum Evrópulöndum þar sem
verðtrygging lána tíðkast varla.
Þar þekkja fasteignaeigendur
ekki vítahring vísitölubindingar
lána sem Íslendingar virðast
samþykkja vöfflulaust. Meira að
segja er húsnæðisverð bundið í
neysluvísitöluna, sem þýðir það
að ef fasteignir hækka í verði þá
hækka lánin sem á þeim hvíla
að sama skapi einnig. Bankarnir
eru þannig búnir að fjárfesta í
fasteignamarkaðnum með þeim
hætti að ef fasteignir hækka, þá
hækkar höfuðstóll allra útlána.
Þetta sitja íbúðaeigendur í smærri
byggðum einnig uppi með, þótt
fasteignaverð hækki ekki þar
að raungildi, það er ósanngjörn
staða. Hækki fasteignaverð í
Reykjavík – þá hækkar höfuðstóll
fasteignalána á Borgarfirði
Eystra.
Það er erfiður vítahringur
fyrir neytendur. Afnám
verðtryggingarinnar væri eitt-
hvert mesta framfaraskref
Íslandssögunnar, án afnáms
mun aldrei skapast samkeppni
milli lánastofnana landsins og
neytendur munu halda áfram að
blæða. Jóhanna Sigurðardóttir,
félagsmálaráðherra, hefur
flutt ófáar ræðurnar um afnám
verðtryggingar. Hennar orð eru
ekki gleymd og vonandi man hún
enn eftir þeim sjálf nú þegar hún
er sest í ráðherrastól.
Stýrivextir og vísitölubindingar
gera bankana óábyrga í efna-
hagslífinu. Það skiptir engu
hvort þeir láni of mikið og skapi
þenslu, það er allt vísitölutryggt
og verðtryggt í topp. Óverðtryggð
lán eru svo í þokkabót verðtryggð
af Seðlabanka Íslands. Þessi
staða gerir bankana að óábyrgum
aðilum sem geta ekki tapað vegna
sveiflna í efnahagslífinu sem
stafa meðal annars af of miklum
og óábyrgum lánveitingum
bankanna. Neytendur blæða og
bankarnir græða.
Leiðari
Þetta kemur fram í máli
Gissurar Péturssonar, forstjóra
Vinnumálastofnunar. Hann segir
samkomulagið sem gert var
við Arnarfell mikilvægt og
að það tryggi greiðslur vegna
starfsmannanna óháð fyrirslætti og
undanbrögðum GT verktaka. “Nei,
þvert á móti hefur hið gagnstæða
komið í ljós,” segir Gissur þegar
hann er spurður hvort það hafi
verið mistök að stöðva ekki vinnu
GT verktaka í september. GT
verktakar gáfu Vinnumálastofnun
rangar upplýsingar í september og
sögðu starfsmennina í vinnu hjá
fyrirtækinu. Nú segja GT verktakar
að starfsmennirnir starfi hjá
starfsmannaleigunni NCL, Nordic
Construction Line. Starfsmennirnir
leituðu til AFLs starfsgreinafélags
vegna hótana GT verktaka 3.
október og óskuðu eftir aðstoð
stéttarfélagsins.
Starfsmennirnir
þvingaðir
Efnahagsbrotadeild lögreglunnar
hefur nú mál GT verktaka til
rannsóknar og miðar rannsóknin að
því að finna út hvernig greiðslum
til starfsmanna GT verktaka hefur
verið háttað og hvort starfsmenn-
irnir hafi verið neyddir gegn vilja
sínum til þess að taka þátt í fölsun
gagna til Vinnumálstofnunar.
Einnig miðast rannsóknin að því
hvort mennirnir hafi verið neyddir
til þess að kvitta undir að þeir hafi
fengið hærri laun, en þeim voru
í raun greidd. Skýrslutökur af
fimm starfsmönnum á vegum GT
verktaka fóru fram á þriðjudag.
Starfsmennirnir segja að sér hafi
verið hótað, myndu þeir ekki skrifa
undir falsaða pappíra um launakjör
sín.
Arnarfell ábyrgist
GT verktaka
Samkvæmt því samkomulagi sem gert var á
Kárahnjúkum 6. september síðastliðinn við
fyrirtækið Arnarfell þá tekur fyrirtækið ábyrgð
á greiðslum til starfsmanna GT verktaka frá
fyrsta degi á vinnusvæðinu.
Félags-
málatröll
Jón Vigfússon nemandi í Grunn-
skóla Reyðarfjarðar
Jón Vigfússon nemandi í
10. bekk í Grunnskólanum
á Reyðarfirði er þessar
vikurnar í starfskynningu hjá
Austurglugganum. Hann hefur
hjálpað til við fréttaöflun, séð
um spurningu vikunnar og
fleira. Jón tekur virkan þátt í
félagslífinu og í næstu viku
mun hann fjalla um ferðalag á
Landsmót Samfés á dögunum,
þar sem hann var kosinn í
ungmennaráð Samfés fyrir hönd
Sveskjunnar á Reyðarfirði.