Austurglugginn


Austurglugginn - 11.10.2007, Síða 12

Austurglugginn - 11.10.2007, Síða 12
12 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 11. október Aino Grib frá Lófóten í Norður- Noregi dvelur nú um stundir í gestaíbúðinni Klaustrinu á Skriðuklaustri. Hún hefur búið á Svalbarða undanfarin sex ár og í fyrirlestri sem hún heldur á Skriðuklaustri sunnudaginn 14. október mun hún fjalla um sögu Svalbarða og Longyearbæjarins. Hún mun einnig segja frá því hvernig það er að búa á Svalbarða og sýna dvd mynd sem hún hefur gert og nefnir Svalbarði - ærandi þögn. Myndin gefur góða innsýn í náttúruna, lífið og stemninguna á Svalbarða. Eins og áður segir er fyrirlesturinn á Skriðuklaustri, sunnudaginn 14. október kl. 15.00. Hann fer fram á ensku en útdrætti á íslensku verður dreift til áheyrenda. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Þann 13. og 14. október verður haldið málþing um skáldkonuna Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm (1845-1918) að Þórbergssetri á Hala í Suðursveit. Málþingið er haldið á vegum Fræðaseturs Háskóla Íslands á Höfn og Þórbergsseturs. Auk fjölbreyti- legra fyrirlestra verður boðið upp á göngu- og landkynningarferðir um heimaslóðir Torfhildar en hún var fædd og uppalin að Kálfafellsstað í Suðursveit. Mál- þingið er öllum opið og skráning fer fram hjá Soffíu Auði Birgisdóttur, starfsmanni Háskólaseturs á Höfn, í síma 470 8042 og 848 2003 eða í tölvupósti: soffiab@hi.is. Þátttökugjald er 6000 kr. og innifalið í verðinu er kaffi og kvöldverður á laugardag; morgunverður, hádegisverður og kaffi á sunnudag og aðgangur að sýningu á Þórbergssetri. Þeir sem vilja lengja dvölina og njóta útivistar gætu komið strax á föstudeginum, merktar göngu- leiðir eru að finna í nágrenni Hala og að Klukkugili í Papbýlisfjalli. Þorbjörg og Fjölnir bjóðast til að vera með leiðsögn í gönguferðum á föstudeginum ef áhugi er fyrir hendi og veður leyfir. Hægt er að panta gistingu á Hala í síma 867 2900, á Gerði í síma 846 0641, á Smyrlabjörgum í síma 478 1074 og á Skálafelli í síma 894 5454. Þann 12. september sl. afhenti framkvæmdastjóri Fjarðabyggða- hafna Kristófer Ragnarsson málmdeild VA fræsara að gjöf. Tilefnið var átaksverkefni skól- ans á vordögum þegar leitað var til fyrirtækja og stofnana um fjárhagslegan stuðning til kaupa á tækjum og kennslubúnaði vegna náms í málmiðngreinum. Mörg fyrirtæki og stofnanir styrktu skólann við þetta tækifæri og alls söfnuðust kr. 1.450.000 Við tækifærið ávarpaði bæjarstjóri Fjarðabyggðar Helga Jónsdóttir samkomuna en auk hennar tóku til máls þau Helga M. Steinsson skólameistari og Jóhann Zoega deildarstjóri málmdeildar VA. Eftir fyrstu prufukeyrslu fræsar- ans var öllu starfsfólki og nem- endum boðnar veitingar í vélasal skólans. Haustið í Ríki Vatnajökuls Torfhildarþing í Suðursveit Fyrirlestur frá Lófeten Verð í lausasölu kr. 350 Áskriftarverð kr. 1.140 á mánuði (kr. 285 eintakið) ISSN 1670-3561 Hvar lest þú fréttir af Austurlandi? Viltu fá Austurgluggann heim til þín á hverjum fimmtudegi? Pantaðu áskrift núna í síma 477-1571 eða á www.agl.is Sigfúsar- þing Sigfúsarþing verður haldið á Eiðum og á Seyðisfirði 12. og 13. október nk. í minningu Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara. Þingið er samvinnuverkefni Minjasafns Austurlands, Gunnars- stofnunar, Héraðsskjalasafns Austurlands, Árnastofnun, Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Miðstöðvar munnlegrar sögu. Dagskráin skiptist í fyrirlestra, 3 stutt námskeið og ferð á slóðir Sigfúsar. Tilgangur þess er í raun tvíþættur, að heiðra minningu Sigfúsar og verka hans en jafnframt að halda starfi hans áfram sem er ekki síður mikilvægt í nútímanum, þ.e. að safna þjóðsögum, að segja sögur og varðveita munnlega sögu. Frá afhendingu fræsarans. Verkmenntaskólinn fær góða gjöf

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.