Austurglugginn


Austurglugginn - 11.10.2007, Page 14

Austurglugginn - 11.10.2007, Page 14
14 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 11. október Framkvæmdir við stækkun Lagarfossvirkjunar fólu í sér stækkun stöðvarhúss, dýpkun og breikkun aðrennslisskurðar, byggingu inntaks og aðrennslis- ganga svo og uppsetningu á búnaði virkjunarinnar. Eldri hverfill virkjunarinnar verður áfram notaður og er nýr hverfill 20 megawött hrein viðbót. Eldri hluti virkjunarinnar var tekinn í notkun árið 1975. Framkvæmdatími tvö ár ÍAV, byggingaverktaki virkjunarinnar hóf framkvæmdir við virkjunina í apríl 2005. Þá var hafin vinna við gerð varnargarðs til að varna vatni leið að stöðvarhúsinu. Eiginlegar framkvæmdir hófust svo í september 2005, og er framkvæmdatími því um tvö ár. Að sögn Rarik eru framkvæmdirnar innan tímaramma sem var settur þegar hafist var handa. Heildarkostnaður við byggingu virkjunarinnar er áætlaður um 3,4 milljarðar króna miðað við núverandi verðlag. “Stærri” en Kárahnjúkavirkjun Virkjunin þykir mjög hagkvæm og er keyrð á viðbótarvatni sem fæst með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar. Þar hefur Hálslón mikið um að segja, því án jafnrennslis frá Kárahnjúkum væri virkjunin varla möguleg. Sama vatn, auk þveráa Lagarfljóts, rennur um Lagarfossvirkjun og Kárahnjúkavirkjun. Haft var á orði í gamansemi á opnunarhófinu að þarna væri á ferðinni stærri virkjun en Kárahnjúkavirkjun, þar sem um Lagarfossvirkjun rennur meira vatnsmagn. Hornsteinn og blessun Á laugardaginn var virkjunin svo formlega tekin í notkun. Í opnunarhófi lagði Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Rarik, hornstein að virkjuninni eftir að Tryggvi Þór Haraldsson, rafveitustjóri, hefði sagt nokkur vel valin orð. Eftir að hornsteinn hafði verið lagður blessaði Vigfús Ingarsson sóknarprestur virkjunina að viðstöddu fjölmenni. Lagarfossvirkjun tvö- faldar framleiðsluna Á laugardaginn var Lagarfossvirkjun vígð á formlegan hátt. Eftir stækkun virkjunarinnar tvöfaldast framleiðslugeta Rarik og stækkar virkjunin úr 8 megawöttum í 28 megawött. Þarna var því um að ræða merkan og mikilvægan dag í sögur Rarik. Valdimar Benediktsson var eini gesturinn sem ekki var með hvítan hjálm. Þennan sögufræga græna hjálm bar hann á höfði þegar hann starfaði við byggingu eldri hluta Lagarfossvirkjunar á árunum 1971-1975. Fjölmenni var við opnunarhátíðina. Lagarfoss er minningin ein. Hann rennur nú undir stöðvarhúsinu, en hann hvarf sjónum þegar fyrri hluti virkjunarinnar var byggður.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.