Austurglugginn


Austurglugginn - 11.10.2007, Blaðsíða 16

Austurglugginn - 11.10.2007, Blaðsíða 16
Fimmtudagurinn 11. októberber 2007 ☎ 477 1750 Heimasíða Hitaveitu Egilsstaða og Fella www.hef.is Verslið þar sem úrvalið er… …allt í einni ferð Opið mánud. - föstud. 9-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 EGILSSTÖÐUM EGILSSTÖÐUM Tóti segir “Það var að koma nýtt hrotulyf á markaðinn. Eyrnatappar eru samt ódýrari leið...” ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T M I 32 03 6 0 3/ 20 06 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is Umboðsmenn í Fjarðabyggð // TM Neskaupstað Hafnarbraut 6 740 Neskaupstaður sími 477 1735 // Sparisjóður Norðfjarðar Búðareyri 2 730 Reyðarfjörður sími 470 1100 Hinn nýbakaði faðir, Bragi, segir að Sonja kona hans hafi orðið þess vör að hríðir voru að hefjast klukkan 12:30. Þau keyrðu af stað sem leið lá til Egilsstaða, en þau voru í símasambandi við Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. Þar voru staddar tvær ljósmæður og kvensjúkdómalæknir. Er þau komu á heilsgæslustöðina þá var Sonja komin með sjö í útvíkkun og reglulegar hríðirnar, þar missti hún legvatnið. Ljóst var að stutt var í fæðingu. Þá vildu starfsmenn á Heilsugæslustöðinni senda þau með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað, jafnvel þótt tvísýnt væri að þau næðu þangað í tæka tíð. “Það er bannað að fæða börn á Egilsstöðum, það má frekar fæða börn á Fagradalnum eða um borð í sjúkrabíl.” segir Bragi. Fjarðarúnturinn Á Fagradal fór fæðingin svo af stað um borð í sjúkrabílnum og var þá haft samband við Reyðarfjörð og ráðstafanir gerðar þar svo hægt væri að fæða barnið á heilsugæslunni þar í bæ. Áður en þangað var komið hafði hægt heldur á fæðingunni og var afráðið að halda á næsta áfangastað, Eskifjörð. Á Heilsugæslustöðinni á Eskifirði kl. 15:17 ól Sonja svo myndar stúlkubarn, 14 merkur að þyngd. Ljósmæðurnar sem höfðu komið með frá Egilsstöðum tóku á móti barninu. Frá Eskifirði voru Sonja, Bragi og nýburinn flutt í Neskaupstað hálftíma síðar þar sem Sonja og barnið voru lögð inn á fæðingardeildina. “Þetta var allt svolítið sérstakt,” segir Bragi og heldur áfram, “Það er bara of langt í Neskaupstað, þar er frábært fagfólk og frábær aðstaða, en þangað er bara of langt. Fyrr á árum mátti ala börn á Egilsstöðum, nú er það bannað. Hólmahálsinn og Fagridalur eru víst betri staðir.” Miklar vegalengdir Frá Eiríksstöðum til Neskaupstaðar eru um 150 kílómetrar. Fleiri staðir á Austurlandi eru svo langt og jafnvel lengra frá sjúkrahúsinu, þar má nefna Djúpavog og Borgarfjörð Eystri. Ljóst er að ef starfrækt væri önnur fæðingadeild á Austurlandi væru vegalengdir styttri og öryggi tilvonandi mæðra og nýbura í fjórðungnum betra. Frekar fætt á Hólmahálsi en Egilsstöðum Hjónin Bragi Björgvinsson og Sonja Krebs á Eiríksstöðum áttu stúlkubarn á dögunum. Á tímabili leit jafnvel út fyrir að barnið fæddist í sjúkrabíl. Stúlkubarn þeirra Sonju og Braga, gárungarnir vilja skíra hana Eskju.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.