Austurglugginn


Austurglugginn - 26.10.2012, Síða 7

Austurglugginn - 26.10.2012, Síða 7
 Föstudagur 26. október AUSTUR · GLUGGINN 7 Haldin var íbúafundur á Reyðarfirði sl. sunnudag vegna flúormengunar sem greindist þar fyrir skemmstu. Niðurstöður flúormælingar í heyi og grasi liggja fyrir og þar kemur í ljós að í sýnum sem voru tekin reyndust tvö þeirra sýna flúorgildi yfir viðmiðunarmörkum. Á vef Matvælastofnunnar kemur fram að samkvæmt reglugerð um óæskileg efni í fóðri eru hámarks- gildi flúor í fóðri 50 mg/kg fyrir nautgripi, geit- og sauðfé en 30 mg/ kg ef dýrin eru mjólkandi. „Safnað var sýnum af flestum túnum á svæð- inu og sýna niðurstöður mælinga að magn flúors var í öllum til- fellum undir hámarksgildum (<50 mg/kg). Í tveimur mælingum af sautján reyndist magn flúors yfir mörkum fyrir mjólkandi dýr (>30 mg/kg eftir endurútreikning miðað við 88% þurrefni fóðurs). Í báðum tilfellum var um að ræða tún sem hestamenn í Reyðarfirði heyja fyrir hross en mælingarnar eru vel undir hámarksgildum fyrir fóður sem ætlað er hrossum.“ Samkvæmt upplýsingum frá ALCOA mældust hæstu gildin í heyrúllu sem kom frá Sléttunesi þar sem gildið var 44 μg/g og 45 μg/g úr heyrullu sem kom frá Seljateigshjáleigu. Í tilkynningu Matvælastofnunnar segir að niðurstöðurnar á heyi „gefa ekki tilefni til breyttrar afstöðu Matvælastofnunar. Ekki er tilefni til að ætla að fólki stafi hætta af neyslu búfjárafurða eða matjurta af svæð- inu og telur stofnunin ekki ástæðu fyrir bændur að breyta búháttum sínum, fóðrun eða beitarvenjum. Hins vegar er mikilvægt að fyrir- byggja uppsöfnun flúor í lífríkinu og að fyrirtæki viðhaldi viðeigandi vöktunaráætlun og tækjabúnaði til að halda mengandi starfsemi innan þeirra marka sem starfsleyfi frá Umhverfisstofnun kveða á um.“ Á íbúafundinum á Reyðarfirði voru upp vangaveltur um það hvort bændur hafi orðið fyrir afpöntunum á heyi. Það hefur ekki fengist staðfest en Janne Sigurðsson, for- stjóri ALCOA, segir að ef svo er þá mun ALCOA bæta það. „Ef tjón hefur orðið sökum þessarar meng- unar munum við bæta það tjón“ segir Janne. Sigurður Baldursson, bóndi á Sléttu, mætti á íbúafundinn og í samtali við Austurgluggann sagð- ist hann ánægður með fundinn. Hann sagðist bíða eftir endanlegri greininga á niðurstöðum mælinga en tók það fram að hann hefði hvorki orðið fyrir tjóni né teljanlegum óþægindum sökum mengunarinnar. Búið er að taka sýni af öllum kúabúum á landinu vegna barkabólgusmits sem greindist á Egilsstaðabúinu og á Fljótsbakka. Síðastliðin mánudag fór ein kýr frá Fljótsbakka og önnur frá Egilsstaðabúinu til Akureyrar í slátrun og verið er að skoða líffærin úr þeim í þeirri von að geta fundið og greint veiruna. Þorsteinn Jónsson, sérgreinadýra- læknir hjá Matvælastofnun, segir að enn sem komið er hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hversu langt verði gengið í niðurskurðinum á þessum tveim bæjum. Að sögn Þorsteins er verið að safna blóð- sýnum og greina þau í þeirri von að geta mögulega fundið hvaða gerð af veiru þetta er því það myndi gefa vísbendingar um það hvaðan þetta gæti hafa borist. „Þetta virðist ekki vera bráðsmitandi og því getum við gefið okkur tíma til þess að meta stöðuna og reyna að afla allra gagna“ segir Þorsteinn. Öllum sýnatökum ætti að vera lokið í næstu viku og vonir standa til að hægt verði að taka ákvörðun um niðurskurð eftir u.þ.b. tvær vikur. Langsótt tilgáta Í síðustu viku greindi Morgunblaðið frá því að hugsanlegt væri að smitið ætti rætur að rekja til holdanauta sem ræktuð voru í Hrísey. Auður Lilja Arnórsdóttir, sóttvarnalæknir hjá Matvælastofnun, sagði í samtali við blaðið að hún gæti ekki útilokað að barkabólgan hefði borist með holda- nautum sem ræktuð voru í Hrísey. Þorsteinn segir að það sé ekkert annað en „hugleiðing“. Hann segir að „auðvitað horfum við til þess að það er eina erfðaefnið sem hefur verið flutt inn. En afar djúpt á því í sjálfu sér að þetta sé þaðan því við erum búin að vera að skima eftir þessu og að þetta greinist bara fyrir austan er bara með ólíkindum. Þetta er því langsótt til- gáta en þegar það er ekkert augljóst þá fer maður stundum svolítið langa leið til að leita sökudólgsins“ segir Þorsteinn. Munu bæta mögulegt tjón vegna flúormengunar Janne Sigurðsson, forstjóri ALCOA Fjarðaáls, á íbúafundinum sl. sunnudag. Ástæða flúorsmengunar. Um tvær vikur í endanlega ákvörðun um niðurskurð Vatnsréttindamálið: Hæstiréttur hafnar kröfu landeigenda Landeigendur við Jökulsá á Dal og í Fljótsdal er vonsviknir eftir að Hæstiréttur hafnaði kröfu þeirra um að mál þeirra yrði tekið aftur fyrir í héraðsdómi. Landeigendur telja að þeir hafi átt að fá hærri eignarnáms- bætur en héraðsdómur dæmdi þeim fyrir vatnsréttindin sem tilkomu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Með þessu staðfestir Hæstiréttur niðurstöðu matsnefndar sem mat vatnsréttindin á 1,6 milljarð króna. Landeigendur eru margir hverjir mjög vonsviknir og hið sama má segja um lögmenn þeirra. Landsvirkjun hóf ekki viðræður við landeigendur fyrr en ljóst var að eignarnámi yrði beitt og að því leyti telja landeigendur sig eiga betur skilið. Nánar verður fjallað um dóminn og rætt við landeigendur og lögmenn þeirra í næsta tölublaði Austurgluggans. Rjúpnaveiði 2012 Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag, föstudaginn 26. október. Fyrirkomulag veiða í ár er hið sama og árið 2011 þar sem heildarfjöldi veiðidaga eru níu dagar. Leyfilegt er að veiða eftirfarandi daga: Föstudaginn 26. október - sunnudags- ins 28. október (3 dagar). Laugardaginn 3. nóvember - sunnu- daginn 4. nóvember (2 dagar). Laugardaginn 17. nóvember - sunnu- daginn 18. nóvember (2 dagar). Laugardaginn 24. nóvember - sunnu- daginn 25. nóvember (2 dagar).

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.