Nesfréttir - 01.08.2021, Qupperneq 2
ÚT GEF ANDI: Borgarblöð ehf, Eiðistorgi 13-15, 172 Seltjarnarnes, Pósthólf 171. S: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
RITSTJÓRI: Krist ján Jó hanns son • ÁBYRGÐAR MAÐUR: Krist ján Jó hanns son
BLAÐAMAÐUR: Þórður Ingimarsson UM BROT: Valur Kristjánsson
NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍÐA: borgarblod.is
Nesfréttir koma út mánaðarlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi
2 Nesfrétt ir
www.borgarblod.is
Hvað tefur
Bygggarða?
Liðið er á annan áratug frá því hugmyndir um íbúðabyggð við
Bygggarða litu fyrst dagsins ljós. Frá þeim tíma hafa ýmsir komi
að málum.
Nú virðist flest stefna í höfn. Samþykktir bæjarfélagsins liggja
fyrir og einnig hönnun svæðisins. Búið að fjarlægja mikinn hluta
mannvirkja af gamla iðnaðarsvæðinu. Mannvirkja sem enga samleið
áttu með nýrri íbúðabyggð.
Enn er þó eftir að ryðja eina götu í Bygggörðum. Götu sem liggur
skammt frá safnasvæði Seltjarnarnesbæjar og er bæjarfélaginu
til lítils sóma. Erfiðlega virðist ganga að ná samningum við eigendur
þessara húsa.
Hvað sem því líður hlýtur að liggja fyrir að koma fyrir lögnum og
leggja götur svo byggingarverktaki geti hafist handa.
Í nýrri íbúðabyggð liggur styrkur fyrir bæjarfélagið. Vonandi verður
hægt að hefja framkvæmdir hið fyrsta.
Leið ari
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Soroptimistar
gefa tré og sófa
Í tilefni af aldarafmæli alheimshreyfingar Soroptimista 19. júní 2021 gaf
Seltjarnarnesklúbburinn bænum fimm reisuleg tré af tegundinni Sitkaölur.
Tréin voru gróðursett framan við hjúkrunarheimilið Seltjörn. Við sama
tækifæri afhenti klúbburinn Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru
Kvennaathvarfsins tvær milljónir króna til kaupa á sófum fyrir nýtt
áfangaheimili fyrir konur og börn sem þurfa að flýja ofbeldi.
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir
síðan 1996
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Sólveig Pálsdóttir formaður klúbbsins, Carla Magnússon og
Steinunn Árnadóttir sem valdi trjánum stað.
www.seltjarnarnes.is
25. september 2021
Alþingiskosningar
Kjörskrá Seltjarnarnesbæjar liggur frammi frá 15. september, almenningi
til sýnis, á bæjarskrifstofu Seltjarnarness Austurströnd 2, 1. hæð,
á opnunartíma skrifstofunnar.
Kjörfundur á Seltjarnarnesi þann 25. september 2021 er í Valhúsaskóla
við Skólabraut og hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00.
Kosið er í þremur kjördeildum eins og verið hefur í undanförnum kosningum.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum um allt land.
Á höfuðborgarsvæðinu fer hún fram í Smáralind og Kringlunni og verður
opið alla daga frá kl. 10:00 til 22:00. Á kjördag 25. september nk.
verður einungis opið í Smáralind frá kl. 10:00 til 17:00.
www.kosning.is - Kosningavefur innanríkisráðuneytisins er með ýmsar gagnlegar
upplýsingar um kosningarnar.
Munið eftir persónuskilríkjum
Aðsetur yfirkjörstjórnar Seltjarnarnesbæjar á kjördag er í Valhúsaskóla.
F.h. yfirkjörstjórnar
Árni Ármann Árnason, formaður
Kjörfundur á Seltjarnarnesi er frá kl. 09:00
til kl. 22:00 í Valhúsaskóla við Skólabraut