Nesfréttir - 01.08.2021, Blaðsíða 14

Nesfréttir - 01.08.2021, Blaðsíða 14
Magnús Örn ráðinn U17 landsliðsþjálfari kvenna Magnús Örn Helgason hefur verið ráðinn sem nýr U17 landsliðsþjálfari kvenna. Það þarf ekki að kynna Magnús Örn fyrir Gróttufólki en hann hefur starfað hjá knattspyrnudeild Gróttu frá árinu 2007 og er Gróttumaður í húð og hár. Magnús Örn lék upp yngri flokka Gróttu áður en hann sneri sér að þjálfun en hann hefur þjálfað flesta aldurshópa hjá félaginu auk þess að gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka árin 2014-2017. Árið 2018 tók Maggi við meistaraflokki kvenna og hann hefur stýrt liðinu síðan ásamt Pétri Rögnvaldssyni, en undir þeirra stjórn komst Grótta upp um deild árið 2019. Magga verður sárt saknað innan knattspyrnudeildarinnar, enda hefur hann gegnt stóru hlutverki þar lengi og sinnt starfi sínu af mikilli kostgæfni og ástríðu. Knattspyrnudeild Gróttu óskar Magga innilega til hamingju með nýja starfið og er hreykið af því að þjálfari félagsins sé orðinn landsliðsþjálfari. Maggi tekur við U17 ára landsliðinu að loknu keppnistímabili hjá meistaraflokki kvenna í september mánuði. Gróttumenn hlakka til að fylgjast með honum í nýju starfi. 14 Nesfrétt ir G r ó t t u s í Ð a n www.grotta.is Frábært sumarstarf handboltans að baki Undanfarnar þrjár vikur hefur Handboltaskóli Gróttu farið fram í íþróttahúsinu. Samhliða handboltaskólanum fór Afreksskóli Gróttu fram en hann var fyrir eldri krakka og unglinga. Mikil og góð þátttaka var á námskeiðinu og greinilegt að krakkarnir og unglingarnir hafa beðið í ofvæni eftir að komast aftur í handbolta eftir sumarfríið. Skólastjóri handboltaskólans var Maksim Akbachev yfirþjálfari Gróttu en auk hans leiðbeindu þjálfarar Gróttu og leikmenn meistaraflokk iðkendunum. Á hverjum föstudegi fóru fram Ólympíuleikar Gróttu en þá var öllum þátttakendum skipt í lið og leikið mót þar sem einn sigurvegari stóð upp úr. Að auki voru afhend ein risaverðlaun fyrir besta liðsfélagann. Sá átti að vera hvetjandi og góð fyrirmynd annarra í liðinu. Grótta vill þakka öllum þátttakendum fyrir skemmtilegur vikur og vonar að handboltaveturinn verði ánægjulegur og árangursríkur. 170 GETRAUNANÚMER GRÓTTU GETRAUNIR.IS Mikið líf og fjör er búið að vera í fimleikasalnum í hjá Gróttu í allt sumar. Keppnishópar í áhaldafimleikum og hópfim- leikum hafa verið að æfa mest allt sumarið. Fimleika- og leikjaskólinn var á sínum stað en haldið voru 8 námskeið í sumar. Iðkendur voru í fimleikum fyrir hádegi og eftir hádegi var fjölbreytt dagskrá þar sem meðal annars var farið í hjólaferð, sundferð og fjöruferð. Öll námskeiðin enduðu síðan á pylsupartý á föstudögum. Fimleikadeildin var einnig með sumarnámskeið í hópfimleikum og áhaldafimleikum sem voru vel sótt. Alls hafa um 300 börn komið á námskeiðin okkar í sumar og margir hafa komið aftur og aftur á námskeiðin. Sumarið er búið að vera mjög skemmtilegur tími og þökkum við öllum sem komið hafa á námskeiðin okkar í sumar fyrir dásamlegan tíma. Yfirþjálfarar og skrifstofa fimleikadeildar er nú á fullu að skipuleggja komandi vetur og munum við birta stundatöflu vetrarins um leið og hún er klár. Fjör í fimleikasalnum Fimleikakrakkar af Nesinu. Að þessu sinni undir berum himni. ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! Frá Handboltaskóla Gróttu. www.grotta.is

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.