Nesfréttir - 01.08.2021, Blaðsíða 7

Nesfréttir - 01.08.2021, Blaðsíða 7
 Kórstjórar eru Þorsteinn Freyr Sigurðsson og María Konráðsdóttir, en þau leiða faglegt starf barnakórsins. Í Barnakór Seltjarnarneskirkju læra börnin falleg og skemmtileg lög, þau hljóta söngkennslu, læra tónleikaframkomu ásamt því að efla sjálfstraust í gegnum tónlist, leik og söng. Æfingar eru í Seltjarnarneskirkju á þriðjudögum. 1. - 3. bekkur kl 14:30 til 15:15 Kórgjald er 12.000kr fyrir önnina en ákveðið hefur verið að bjóða öllum börnum á Seltjarnarnesi fyrstu önnina að kostnaðarlausu. Þorsteinn Freyr Sigurðsson lauk mastersprófi í óperusöng í Tónlistarháskólanum Hanns Eisler Berlín og starfaði um 3 ár við óperusöng í þýskalandi áður en hann flutti heim, þar sem hann lærði kennslufræði tónlistar í Listaháskóla Íslands. Þorsteinn hefur stjórnað Barnakór Seltjarnarneskirkju í 3 ár og Drengjakór Reykjavíkur í 2 ár, ásamt því að kenna söng, þjálfa kóra og sungið á fjölmörgum tónleikum og óperusýningum á íslandi. María Konráðsdóttir lauk mastersprófi í klassískum söng frá Tónlistarháskólanum í Berlín árið 2018. Á árunum 2016-2019 starfaði hún sem raddþjálfari og aðstoðaði við kóræfingar hjá Drengjakór Dómkirkjunnar í Berlín og stúlknakór Söngakademíunnar í Berlín. Árið 2020 hóf hún að bjóða uppá tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 3-7 ára þangað til hún flutti til Íslands í desember sl. Barnakór Seltjarnarneskirkju býður öll börn í 1. til 6. bekk velkomin í kórinn. Æfingar hefjast 7. september. 4. - 6. bekkur kl 15:15 til 16:00 Skráningar með nafni barns, fæðingardag og ár, ásamt símanúmeri foreldra, berist í tölvupósti á barnakor@seltjarnarneskirkja.is fyrir 1. september. Æfingar hefjast 7. september.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.