Nesfréttir - 01.08.2021, Side 4

Nesfréttir - 01.08.2021, Side 4
4 Nesfrétt ir Fjölþætt heilsuefling 65+ á Seltjarnarnarnesi hefur gengið vel Verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+leið að farsælum efri árum hefur staðið yfir í allt sumar hér á Seltjarnarnesi og gengið virkilega vel en um er að ræða samstarfsverkefni Seljarnarnesbæjar og Janusar heilsueflingar. Innleiðingin sem hófst í byrjun sumars gekk mjög vel, bæði mælingar á hópnum sem framkvæmdar voru í íþróttahúsinu sem og þjálfunin. Skráðir þátttakendur í sumar voru 53 talsins, 38 konur og 15 karlar. Hver þátttakandi fékk sína niðurstöðu eftir mælingarnar og umfjöllun um hvað þær þýða auk þess sem blóðmælingar eru framkvæmdar í samvinnu við Hannes Hrafnkelsson, heimilislækni á Seltjarnarnesi. Skipulagðar æfingar með þjálfara hafa verið þrisvar sinnum í viku auk þess sem hver og einn fékk sitt æfingaplan til sex mánaða að vinna með sjálfur þess utan. Þjálfunin sjálf hefur annars vegar verið sameiginleg utanhúss á Valhúsahæðinni á mánudögum og hins vegar styrktarþjálfunin í World Class á þriðjudögum og fimmtudögum. Á öðrum dögum hafa þátttakendur séð um að fylgja settri áætlun um sjálfstæða þjálfun, annað hvort með því að nýta sér Heilsu-App Janusar eða fylgja fyrrnefndu heimablaði. Það er ánægjulegt hversu vel heilsueflingin hefur gengið sem án efa skilar sér í aukinni orku og bættri líðan þátttakenda. Upphitun og liðleikaæfingar á Valhúsarhæðinni. Styrktarþjálfun í World Class tvisvar sinnum í viku. Fjölbreyttar mælingar framkvæmdar í íþróttahúsinu. Skráning í mataráskrift er hafin! Skráning fer fram á www.skolamatur.is Netfang: skolamatur@skolamatur.is I Sími 420-2500 @skolamatur skolamatur_ehf VÍNBÚÐIN EIÐISTORGI LOKAÐ 6. - 14. SEPTEMBER Vínbúðin Eiðistorgi verður lokuð vegna framkvæmda frá mánudeginum 6. september til þriðjudagsins 14. september. Við bendum viðskiptavinum á að næstu Vínbúðir eru í Austurstræti og Kringlunni. Vínbúðir með lengri opnunartíma eru í Skeifunni og Skútuvogi: mán-fös 10-20, lau 11-18. Við þökkum þolinmæðina og hlökkum til að taka á móti ykkur í enn betri Vínbúð.

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.