Nesfréttir - 01.08.2021, Qupperneq 6
6 Nesfrétt ir
KOMDU MEÐ BÍLINN
Í TJÓNASKOÐUN
Vottað réttinga- og málningarverkstæði
GB Tjónaviðgerðir er réttinga- og málningarverkstæði vottað af Bílgreinasambandinu.
Við tryggjum hámarksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað og efni.
Styðjumst við tækniupplýsingar framleiðanda um hvernig skuli staðið að viðgerð.
Rétting og málning
Við vinnum eftir stöðlum framleiðenda
og notum aðeins viðurkennd efni og
tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.
Smáviðgerðir
Samhliða viðgerðum getum við skoðað
ástand helstu slitflata og öryggisþátta,
s.s. bremsur.
Tjónaskoðun
Við skoðum bílinn og undirbúum
tjónamatið sem sent er til
tryggingafélaga.
Framrúðuskipti
Skiptum um framrúður og önnumst
annars konar rúðuskipti. Sjáum um öll
rúðutjón jafnt límdar rúður sem og
aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.
Dragháls 6-8
110 Reykjavík
sími 567 0690
netfang tjon@tjon.is
www.tjon.is
Við gerum þetta saman
Það verður erfiður rekstur hjá öllum
bæjarfélögum og ríkinu í ár og á næstu misserum
í kjölfar COVID-19. Enn hefur ekki tekist að
vinna bug á þessum faraldri. Seltjarnarnes
hefur orðið fyrir samdrætti í útsvarstekjum
eins og önnur bæjarfélög á þessu ári. Á sama
tíma leggur meirihlutinn áherslu á að halda
úti öflugri þjónustu. Við Seltirningar tökumst
samhent á við farsóttina og náum þannig
árangri. Á þessum tímum skiptir máli að styðja
vel við bakið á starfsfólki bæjarins og íbúum.
Sumarfólkið og vinnuskólinn stóðu
vaktina í sumar
Nú er komið að því að sumarstarfsmenn okkar
eru að kveðja. Til að halda uppi góðri þjónustu
hjá bænum höfum við ráðið afleysingafólk til að
létta undir. Sumarfólkið, líkt og þeir fastráðnu,
hefur staðið sig frábærlega í sumar og komið að
margvíslegum verkefnum. Ber að þakka þeim vel
unnin störf. Einnig hafa átaksverkefni verið í gangi
hjá stjórnsýslunni sem gengið hafa mjög vel og
unga fólkið sinnt af dugnaði.
Sterkir innviðir, lágar álögur
Við höfum styrkt mikilvæga innviði í
bæjarfélaginu. Skólamál hafa alltaf verið
forgangsmál og álögur eru meðal þeirra lægstu
á landinu. Seltjarnarnesbær leggur áherslu á að
Nesið sé ávallt leiðandi í skóla-, æskulýðs- og
íþróttastarfi á landsvísu, þar sem lögð er áhersla á
jöfn tækifæri, árangur og vellíðan. Við getum verið
sátt með árangur undanfarinna ára. Kannanir sýna
að á landsvísu eru Seltirningar hvað ánægðastir
með bæjarfélagið sitt.
Útgjöld bæjarins hafa verið að hækka umfram
hækkun tekna, það eru afleiðingar yfirfærslu
málefna frá ríki til sveitarfélaga en einnig aukinnar
þjónustu. Engu að síður er fjárhagsstaða bæjarins
sterk, bæjarfélagið skuldar lítið. Við stöndum á
traustum grunni. Það sem skiptir máli er að verja
grunnþjónustuna og sníða sér stakk eftir vexti.
Við hér á Nesinu ætlum að verja þá góðu stöðu
sem bæjarfélagið hefur byggt upp. Fyrsta skrefið
er að leggja fram á næstunni fjárhagsáætlun fyrir
árið 2022, sem tekur mið af þeirri staðreynd
að við erum enn að vinna úr margvíslegum
afleiðingum farsóttar.
Fjárfestingar og framkvæmdir á árinu
Á þessu ári eru fyrirséðar nokkrar stærri
framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins, auk
hefðbundinna verkefna sem finna má stað í rekstri
bæjarins, skv. fjárhagsáætlun.
Eitt umfangsmesta verkefni ársins er
endurborun á hitaveituholu fjögur. Hún er nú að
fara af stað og mun standa yfir næstu tvo mánuði.
Einnig var farið í miklar viðhaldsframkvæmdir á
stjórnstöð hitaveitunnar við Lindarbraut og áfram
unnið að viðhaldi á öðrum virkum borholum.
Göngustígar við Eiðistorg og flutningur á
gönguljósum þar er nú lokið. Á næstu vikum
verður farið í að endurnýja umferðarljósin
á gatnamótum Nesvegar og Suðurstrandar.
Vegagerðin kemur að því verkefni með bænum.
Göngustígurinn frá Snoppu að golfvelli verður
endurnýjaður og hefst sú vinna í september.
Ný leiktæki hafa verið sett upp á leiksvæði
leikskólans sem og viðhaldi sinnt á
almenningssvæðum bæjarins. Endurnýjun á
fráveitu við Norðurströndina gengur vel en
verkinu verður ekki lokið fyrr en um áramótin. Nú
er verið að leggja lokahönd
á útboðsgögn varðandi
sambýlið við Kirkjubraut
20 og fer framkvæmdin í
auglýsingu fljótlega.
Lægstu fasteigna
gjöldin, hæstu
tómstundastyrkirnir
Undir stjórn sjálfstæðis-
manna hefur Seltjarnarnes
boðið íbúum sínum upp á lægstu útsvarsprósentu
sem þekkist í landinu, 13,66%, lægstu
fasteignagjöldin og hæstu tómstundastyrkina kr.
50.000. Þá tryggir bærinn sumarstörf fyrir unga
fólkið okkar, eins og áður er getið. Fjárhagur
bæjarins beri vitni um ráðdeild og ánægja íbúanna
endurspeglar þjónustu bæjarfélagsins.
Nú er kjörtímabilið rúmlega hálfnað og er
engan bilbug að finna á okkur. Við munum áfram
sem hingað til takast á við verkefnin af festu og
varkárni. Við höfum byggt hjúkrunarheimili,
stækkað íþróttamiðstöðina, byggt fimleikahús og
stækkað stúkuna við gervigrasvöllinn svo eitthvað
sé nefnt fyrir utan hefðbundið viðhald. Allt kostar
þetta peninga en þeim fjármunum er vel varið.
Bærinn hefur aldrei verið fallegri og snyrtilegri en
nú í sumar.
Farsóttinni léttir um síðir. Við getum þá horft
um öxl og talið okkur til tekna að hafa tekist á
við erfiðleikana samhent. Það er samstaðan sem
skilar árangri.
Ásgerður Halldórsdóttir,
bæjarstjóri.
Ás gerð ur
Hall dórs dótt ir.
Bílasmiðurinn hfBarnabílstólar í úrvali
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is