Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 8
6
3.
Guðmimdur hét maður og var kallaður rúsína.
Hann var Húnvetningur. Viðumefnið fékk hann af f
atviki því, er nú skal greina.
Guðmundur var í blóma lífsins á þeim tíma, er
Ameríkuferðir tíðkuðust mest. Agentar fóm þá hér
um landið og ginntu menn til Ameríkuferða, og vom
sumir þeirra gjamir á að segja ýmsar skrumsögur
um ágæti og landkosti Vesturheims.
Nú vildi svo til, að Guðmundur kom eitt sinn um
sláttinn á bæ einn í Húnaþingi. Það var á sunnudegi,
og var verið að lesa húslestur. Guðmundur gengur
til baðstofu, fær sér sæti, en heilsar engum, eins og
siður var, meðan verið var að lesa.
En ekki hafði hann lengi setið, er hann segir upp
úr lestrinum:
„Gott land er Ameríka, þar slá þeir rúsínur á
tuttugu hesta á dag.“
4.
Halldór bóndi var að hæla sér af vinsældum sín-
um og sagði þá meðal annars:
„Þeir gera mér ekki sízt greiða, sem þekkja mig
minnst."
5.
Matthías á Fossá í Kjós var gleðskaparmaður og
greindur vel.