Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Blaðsíða 57
55
„Ég vissi alltaf, hvemig átti að fara að því. Fara
upp í Vötn, ná í trippi með sama lit og skipta svo;
en ég sagði engum frá því.“
„Að þú gerðir það?“ sagði bóndi.
„Nei,“ sagði Gvendur, „að ég hugsaði það.“
114.
Gvendur seldi stundum gripi fjuir menn hér í nær-
sveitunum og bauð eitt sinn bónda á Kjalamesi að
selja fyrir hann kú. Bóndi þáði það, en Gvendur lét
kú bóndans í skiptum fyrir aðra kú, sem hann lét
síðan slátra.
Lengi dróst fyrir Gvendi að standa skil á and-
virði kýrinnar til bónda. Fór hann því að örvænta
um greiðsluna og gerði sér ferð á fund Gvendar,
til þess að heimta af honum borgunina.
Hann hitti þá svo á, að Gvendur var ekki heima,
og heldur en að fá ekki neitt, tók hann með sér
húðina af kúnni, sem Gvendur hafði látið slátra.
Þegar bóndi svo hitti Gvend næst og fór að at-
yrða hann fyrir alla frammistöðuna, sagði Gvendur:
„Þetta var ekki rétt hjá þér að taka húðina. Hún
var ekki af þinni kú.“
Þá segir bóndi:
„En finnst þér ég nú ekki hafa orðið fyrir nóg-
um skaða samt?“
„Jú, það er rétt hjá þér,“ segir Gvendur. „Við
höfum báðir orðið fyrir skaða. Þú misstir kúna, en
ég húðina.“