Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Blaðsíða 56
54
Einar var að tala uxn eitthvert atriði og ýkti það
mjög. Þá grípur Jón fram í og segir:
„Þetta gæti nú aldrei komið fyrir, Einar Benedikts-
son.“
„Ja, hverju má ekki búast við í föðurlandi Jóns
Ólafssonar?" svaraði Einar.
112.
Hrossa-Gvendur var alþekktur Reykvíkingur um
síðast liðin aldamót.
Hann var eitt sinn á reið hér á götum bæjarins
og reið svo hratt, að hann var kærður. Bæjarfógeti,
sem þá var Halldór Daníelsson, kallaði hann fyrir
rétt. Lögregluþjónn sá, sem hafði kært Gvend, lýsti
nú, hvar og hvenær hann hefði brotið bæjarsam-
þykktina með því að ríða of mikinn.
„Jæja,“ sagði Gvendur. „Var það svo? Reið ég
hratt? Hvemig reið ég litu þá?“
Þá kom á lögregluþjóninn, og því gat hann ekki
svarað.
En bæjarfógeti glotti, og Gvendur slapp.
113.
Gvendur var lengi gæzlumaður útflutningshrossa.
Orð lék á því, að hann skipti stundum á trippum,
ef honum leizt gimilega á einhver stóðhrossin.
Einu sinni þegar Gvendur var mjög dmkkinn, ætl-
aði bóndi nokkur að veiða þetta upp úr honum.
En það lengsta, sem hann komst með Gvend, var
það, að hann sagði: