Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Side 43
41
Þá gengur fram maður úr líkfylgdinni til prests
og segir:
„Verið þér ekki að moka, sr. Stefán; ég skal
moka.“
87.
Piitur nokkur frumvaxta kom að máli við föður
sinn og kvaðst hafa í hyggju að staðfesta ráð sitt.
Karl tók vel í það og spurði, hvaða stúlku hann
hefði hug á.
„Það er hún Sigga í Norðurkoti,“ svaraði piltur-
inn.
„Það var slæmt,“ svaraði karl, „því, þér að segja,
er hún dóttir mín.“
Pilturinn lét sér þetta lynda, og leið svo nokkur
tími. Þá kom hann aftur að máli við föður sinn um
sama efni. Hann tók því vel, eins og í fyrra skiptið,
og spurði líka, hvert hann ætlaði nú að leita.
„Til hennar Gunnu í Efra-Gerði,“ svaraði pilt-
urinn.
„Það var afleitt," svaraði karl, „því það er eins
um hana, hún er dóttir mín.“
Þá lagðist pilturinn í þunglyndi og hugarvíli, og
hafðist ekki úr honum orð.
Móðir hans gekk á hann um tilefni til ógleði hans,
og þótt hann væri tregur til að láta nokkuð uppi um
það, kom svo að lokum, að hann sagði henni alla
eöguna.
„Láttu það ekki á þig fá, Jói minn,“ mælti kerling.