Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 38
36
Þannig orðaði hann það, þegar Kristur ritaði
synd hórkonunnar í sandinn.
77.
Sami prestur var að halda líkræðu yfir öldruðum
manni. Hann hrósaði mjög konu hans og sagði:
„Ég get vottað það, að hún gerði allt til að stytta
honum stundir í banalegu hans.“
78.
Jón og Pétur höfðu lengi verið nágrannar og vinir.
Jón var þríkvæntur, en hafði misst allar konum-
ar, og hafði Pétur fylgt tveimur fyrstu konum hans
til grafar.
En þegar þriðja kona Jóns var jörðuð, neitaði
Pétur að vera við jarðarförina.
Kona hans spurði hann, hvers vegna hann vildi
ekki fylgja.
„Nú hef ég verið við tvær jarðarfarir hjá Jóni,“
svaraði Pétur, „og mér leiðist að geta aldrei boðið
honum aftur.“
79.
Bjöm prestur Þorláksson á Dvergasteini var, ftins.
og kunnugt er, mjög áhugasamur bindindismaður.
Á Seyðisfirði var ungur, efnilegur maður, sem
lagðist í drykkjuskaparóreglu.