Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Síða 16
14
þegar haxui hafði lokið erindum sínuxn, fékk hann
sér duglega neðan í því.
Jón dambar síðan niður á hafnarbakka, því að nú
ætlaði hann að halda heim.
Hann var með farangur sinn og lætur setja hann
út í skip, sem hann sér, að er ferðbúið að leggja úr
höfn.
Jón hafði reyndar farið skipavillt og lent á strand-
ferðaskipi, sem fór nú hringferð vestur og norður
um land.
Sem vonlegt var, þóttist hann þurfa að hressa sig
allrækilega á þessari löngu sjóferð til Eyja.
Þegar heim kom, tóku gárungarnir að ympra á
þessu ferðalagi við hann og spyrja hann, hvemig
honum hefði litizt á sig fyrir norðan.
Þá svaraði Jón:
„Uss, það sást aldrei neitt. Alltaf þoka“.
28.
JiAÐ VAR Á ÁRUNUM, að biskupinn var á yfir-
reið á Austurlandi.
Hann heimsótti vin sinn, sr. Árna, mesta sóma-
klerk, en orðlagðan búskussa.
Biskup sér, að bæði kirkjan og staðurinn er í
hinni mestu niðurníðslu, og þar sem hann var bæði
áhuga- og ákafamaður, þá eggjar hann prest lög-
eggjan, að hefjast handa með umbætur á stað og
búi.
„Þú verður þó að minnsta kosti að hugsa um fram-
tíð konu þinnar og bama“, hreytir biskup loks út