Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Síða 60
58
Honum þótti viðurgjórningur ekki góður hjá út-
gerðarmanni þeim, sem hann var hjá, og ræddi um
það við ókunnuga.
Kona útgerðarmanns fréttir nú þetta eftir. Guð-
mundi, bregzt við hin reiðasta og skammar hann
fyrir þennan fréttaburð af heimilinu.
Hún segir meðal annars, að Guðmundur sýni það
bezt sjálfur að hann svelti ekki.
Þá segir Guðmundur:
„Ég hef nú lengi þrifizt af litlu“.
118.
TTEIÐMUNDUR Á GÖTUM í Mýrdal var kjama-
karl, manna mestur að vexti og afli, og hinn ferleg-
asti í útliti. Hann var hreinskilinn og orðhvatur.
Einu sinni sem oftar er hann á ferðalagi til
Reykjavíkur og gistir á bæ nokkrum í Flóanum.
Rúm það, sem Heiðmundur var látinn sofa í, var
stutt mjög, eins og títt er um rúm á íslenzkum sveita-
heimilum.
Þegar húsmóðirin ber Heiðmundi kaffið um morg-
uninn, spyr hún kurteislega:
„Hvernig hefurðu nú sofið í nótt, Heiðmundur
minn?“
„Ef að hefðu verið skomar af mér lappiraar og
hausinn, þá hefði ég kannske blundað".
119.
{>EIR BRÆÐURNIR, Heiðmundur á Götum og Ein-
ar í Kerlingardal, höfðu ýmis nöfn, sín á milli, á kunn-