Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Síða 58
56
um að líta við og sér þá, að stúlkan er að reyna að
losa gluggann úr, en hann mátti taka úr að utan-
verðu.
Stúlkunni tekst loks að ná glugganum úr, stígur
varlega niður á gólfið, gengur síðan að rúmi Árna
og leggst upp í fyrir framan hann ofan á sængina.
Ámi finnur kulda leggja frá stúlkunni, sérstak-
lega frá fótunum, því að hún var berfætt.
Þótt hræddur væri, herðir hann nú loks upp hug-
ann og þreifar á fótum stúlkunnar og finnur, að
þeir eru ískaldir. Svo færir hann sig hægt og hægt
ofar og finnur þá, að stúlkan er volg.
Við þetta missir Árni alveg kjarkinn, þýtur upp
úr rúminu og hleypur til fólksins, er svaf uppi á
lofti; þar var hann svo um nóttina.
Engum sagði hann frá þessum atburði.
Þegar Árni kom niður um morguninn, sá hann
engin verksummerki önnur en þau, að glugginn hafði
verið tekinn úr stofunni.
„En þetta var furða vesalings Árna“, svo endaði
gamla konan söguna, „því að hann drukknaði um
sumarið í fiskiróðri“.
114.
(xUÐMUNDUR hét karl í Fljótsdal austur. Hann
var kallaður ralli.
Lítill vitmaður var Guðmundur, enda glapyrðing-
ur hinn mesti.
Einu sinni sagði hann:
„Ég á hest, tík, kærustu og tíu kindur“.