Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Síða 32
30
Stúlka ein trúði gamalli konu fyrir því, í gamni
og alvöru, að hún vœri hrifin af pilti.
Þetta var um vor.
„Blessuð, ég skal hjálpa þér til að ná í hann“,
segir gamla konan.
„Hvemig ætlar þú að fara að því?“ spurði
stúlkan.
„Með hjónagrasi“, segir konan.
„Því hef ég litla trú á“, sagði stúlkan og hristi
höfuðið.
„Jú, jú, hjónagrasið er alveg öruggt“, sagði sú
gamla, „en það er um að gera að taka í þá núna í
gróandanum“.
66.
J>AÐ VILDI ÉG. að hann Hitler hefði heyrt
það, sem hann séra Friðrik sagði í dag, þá hefði hann
áreiðanlega ekki farið í stríðið“, sagði gömul kona,
sem hafði verið við messu hjá sr. Friðrik Hallgríms-
syni skömmu eftir að stríðið skall á.
67.
Sr. BJARNI sat við kaffidrykkju með nokkrum
gömlum konum.
Þær fóru að tala um ellikvilla sína. Ein var gigt-
veik, önnur var sjóndöpur og sú þriðja heymarsljó.
Sr. Bjami sat þögull, meðan gömlu konurnar létu
dæluna ganga.
Loks segir ein þeirra:
„Já, það eru margir kvillarnir, sem fylgja okkur
kerlingunum“.