Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 35
að eitthvað mundi rætast úr fyrir honum með
Guðs hjálp.
„Já“, segir bóndi, „vel getur það verið, en þeim
virðist samt öllum flestar bjargir bannaðar, sem
engan eiga að nema Guð“.
74.
JþÓRARINN SÝSLUMAÐUR á Grund hélt böðul
þann, er Jón hét.
Eitt sinn átti Jón að hýða stúlku fyrir barneignir.
Sýslumaður bauð Jóni að láta annan mann gegna
böðulsembættinu, þar sem svo stóð á, að Jón hafði
átt barn með stúlkunni, en hann kvaðst gegna sínu
embætti hver sem í hlut ætti.
Þegar Jón fór að hýða stúlkuna, bað hún hann að
vægja sér.
Þá herti Jón á hýðingunni og sagði:
„Biddu sýslumanninn og syndirnar þínar að
vægja þér“.
75.
(jRÍMUR AMTMAÐUR Jónsson á Möðruvöllum og
Björn í Lundi eldu oft grátt silfur.
Grímur dvaldi erlendis um hríð og lét annan
þjóna embætti sínu á meðan.
Margir Akureyringar tóku á móti amtmanni og
fögnuðu honum, þegar hann kom aftur til landsins,
og var Björn í Lundi einn í þeirra hóp.
Amtmaður gekk til hans og heilsaði honum, en
hann tók kveðju hans mjög dauflega.
3