Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Side 48
46
%
Prestur spyr hann því, hvort nokkuð sérstakt gengí
að honum.
„Já“, segir Þorleifur, „mig dreymdi svo hræðileg-
an draum. Ég þóttist vera kominn til helvítis. Fjand-
inn sjálfur tók þar á móti mér í sal, sem var þétt-
skipaður hauskúpum með fram öllum veggjum“.
„Og spurðir þú nokkuð að því, af hverjum þessat
hauskúpur væru?“ spurði prestur.
, Ójá, ég spurði nú fjandann að því“, svarar Þor-
leifur, „og hann sagði mér nú, að þær væru allar af
prestum“.
97.
ORGRÍMUR LÆKNIR Þórðarson og Hákon
bóndi í Nýlendu voru kunningjar, en þó voru stimd-
um glettingar með þeim.
Einu sinni kemur Þorgrímur með reikning til Há-
konar fyrir læknishjálp.
Hákoni þykir reikningurinn hár og kvartar yfir
því við Þorgrím.
„Já, þú verður nú að gá að því“, segir Þorgrímur,
„hve löngum tíma við læknarnir eyðum í nám. Tólf
árum eyddi ég til dæmis í nám“.
„Já, og hefði ekki veitt af því þrettánda“, grípur
þá Hákon fram í.
98.
r
^á^RNI PÁLSSON og Eysteinn Jónsson voru sam-
an í framboði í Suður-Múlasýslu.
Þeir eru báðir rangeygðir.