Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Síða 45
43
eða eitthvað svoleiðis, sem krassaði, lagsi“, svaraði
Jón.
91.
(jUÐMUNDUR KÍKIR, sem var kunnur förumað-
ur á Suðurlandi, var oft fyndinn og illvígur í til-
svörum, ef á hann var leitað.
Vor eitt dvaldi hann hjá Katli bónda í Kotvogi í
Höfnum.
Eitt sinn sat hann hjá vinnumönnum Ketils, sem
voru að ausa hlandfor úr safngryfju.
Formann nokkurn bar þar að. Hann hafði orðið
fyrir því slysi á vertíðinni, að setja skip í strand á
skeri, svonefndum Flasarhaus.
Þegar formaður sér Guðmund, snýr hann sér að
vinnumönnunum og segir:
„Þið eruð bærilegir, piltar, að vera búnir að fá
kíki“.
„Jæja,“ segir þá Guðmundur, „bærilega gekk þér
nú að finna Flasarhausinn, þótt þú hefðir engan
kíki“.
92.
(jUÐMUNDUR KLÁUSSON sat við drykkju með
tveimur kunningjum sínum, Jóni og Sigurði, á hótei
Reykjavík.
Jón reiddist við hóteleigandann, Einar Zocga, og
jós yfir hann óbótaskömmum. Meðal annars sagði
hann, að Einar væri „ærulaus þjófur og lygari frá
eldri og yngri tímum“.