Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Side 7
5
„Ég segi engar fréttir“, svaraði Guðbrandur.
„Getið þér þá ekki logið einhverju?“ spurði hann
þá.
„Þá verður prófasturinn að koma niður í stofu, því
að þess konar læt ég aldrei heiðarlegt fólk heyra“,
svaraði Guðbrandur.
5.
MAGGA LITLA, telpa 5 ára gömul, var að borða
með foreldrum sínum. Svið voru á borðum, og gazt
Möggu vel að þeim.
Allt í einu verður hún hugsi og spyr svo með
spekingssvip:
„Hver fær sviðin af okkur, pabbi, þegar við deyj-
um? Fá prestarnir þau?“
6.
RRÆÐUR TVEIR, Pétur og Brynjólfur, komu á
bæ nokkurn að kvöldi dags. Það var orðið skugg-
sýnt.
Þeir voru báðir þéttkenndir.
Húsbóndinn býður þeim til stofu, en gengur síðan
út.
Svo stóð á, að lík var í næsta herbergi við stoh-
una. Það var gömul kona, sem lá þar á börunum.
Þeir bræður slangra nú inn í herbergið, og sezt Pét-
ur í ógáti ofan á líkið, en Brynjólfur í stól á móti
honum.
Allt í einu tekur Brynjólfur eftir líkinu, verður
afarbilt við og kallar upp yfir sig:
„Pétur, Pétur! Þú situr á!“