Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Side 16
14
giftist sér, þar eð hún taldi sig þungaða af hans völd-
um, en hann neitaði því nú samt.
Þetta tiltæki stúlkunnar bitnaði á manninum, og
var hann upp frá því nefndur viðurnefninu tusku-
pabbi.
25.
HJón ein í Skagafirði áttu tvo sonu. — Þeir hétu
Jón og Gísli, og voru báðir um tvítugt.
Jón hafði mikið álit sem gáfumaður. Gísli var að
vísu efnismaður, en talinn miður gefinn en Jón.
Nú bar það við, að Jón varð vitskertur, og hörm-
uðu menn, sem þekktu hann, það mjög.
Einu sinni er nágranni þeirra bræðra að tala um
það við Gísla, hve afdrif slíks gáfumanns, sem Jóns
bróður hans, væru hörmuleg.
Þá segir Gísli:
„Ojá, það er betra að hafa minna vit og halda því“.
26.
]\JYI MEÐHJÁLPARINN er að lesa bænina að af-
lokinni messu. í sálmabókinni stendur á eftir bæn-
inni: „Faðir vor o. s. frv.“
Meðhjálparinn hefir það yfir orði til orðs, rekur
síðan í vörðurnar, lítur fram til safnaðarins og segir:
„Nei, hver djöfullinn, hér vantar í“.