Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Side 64
62
Segir svo ekki af ferð hans, íyrr en hann kemur
til sjúklingsins, þá viðurkennir hann, að hann hafi
drukkið upp öll meðölin, og þykir nú för hans hin
versta.
En þegar Lárus frétti þetta, þá varð honum að
orði:
„Mikið helvíti má maðurinn vera hraustur“.
118.
p^UNNUR LÆKNIR á Austurlandi var oft sóttur
langt að, því læknishéraðið var mjög víðlent. Sat þá
iðulega margt fólk fyrir honum, þar sem hann fór
um, til að ná tali af honum.
Það var venja læknisins að senda þeim sjúkling-
íim, sem hann hafði tal af, meðöl til baka með fylgd-
armanni sínum, og skrifaði hann þá nafn viðtakanda
á glasamiðana, ásamt fyrirsögn um það, hvernig nota
ætti meðalið.
Þegar svo eitt sinn fylgdarmaður læknisins er að
útbýta meðölum, þá les hann þetta:
„Jóna Guðmundsdóttir á Brekku hristist og brúk-
ist þrisvar á dag“.
119.
BJÖRN Á HOFSSTÖÐUM í Skagafirði var maður
ölkær.
Einu sinni var biskup að vísitera í Skagafirði.
Björn var í sóknarnefnd í Hofsstaðasókn.
Meðal annarra spurninga, sem biskup lagði fyrir