Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Side 31
29
Þegar farið er að huga að líkinu, kemur það í ljós,
að mýsnar hafa étið sig í gegnum klútinn, niður í
andlitið og skaðskemmt það.
Þegar karl sér þetta, varð honum að orði:
„Gat nú skeð, komnar í klútinn“.
55.
GuÐMUNDI SKIPSTJÓRA þótti sopinn góður,
fyrirleit templara og taldi þá aðeins öðrum mönnum
fremri að hræsni og skinhelgi.
Hann ræddi eitt sinn um þetta mál við Árna
frænda sinn. Árni, sem var templari, mótmælti þessu
harðlega.
Guðmundur býðst þá til að hafa Ásmund templ-
ara, sem var talinn mesti sómamaður, hjá sér fullan
næsta sunnudag og býður þá Árna frænda sínum að
koma og sannfærast um þetta.
Árni fellst á það, og kemur nú á tilsettum tíma.
Sitja þeir þá báðir, Guðmundur og Ásmundur, við
whiskydrykkju, og er Ásmundur þó sýnu drukknari.
Árni gefur Ásmundi, stúkufélaga sínum, illt auga
og sezt þegjandi hjá Guðmundi.
Þá hnippir Guðmundur í hann og hvíslar að hon-
um:.
„Heyrðu, sjáðu, og verri skal hann verða“.
56.
SVEINN í FIRÐI leggur sig mjög í líma með að
tala hreint og fornt mál.