Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Síða 3
IÐNAÐUR og VERZLUN
I. TBL. REYKJAVÍK 1937 í. ÁRG.
Jón H. Guðmundsson:
Islenzkur iðnaður
(Það, sem einkum er stuðst við í ritgerð þessari, eru
ýmsar greinar í Tímariti iðnaðarmanna, og Das islándisehe
Handwerk und seine kulturelle Bedeutung, eftir Ársæl Árna-
son, og- „Álit og tillögur skipulagsnefndar atvinnumála I“).
Atvinnuhættir hvers lands
breytast og falla í fastar skorð-
ur eftir þörfum þjóðarinnar og
möguleikum þeim, sem fyrir
hendi eru, og framtakssemi og
getu fólksins.
íslendingar eru afskekktir og
í margar aldir voru þeir knúðir
til að lifa að mestu á þeim föng-
um, sem þeir gátu sjálfir aflað
af lands- og sjávargæðum. Þeir
bjuggu í fyllsta máta að sínu,
fengu fátt hjá öðrum þjóðum
og fluttu ekki út framleiðsluvör-
ur sínar, svo að nokkru næmi.
Af þessu leiddi einhæfni, vegna
fábreyttni atvinnuveganna, sem
kom landsmönnum á kaldan
klaka, þegar sjávarafli eða jarð-
argæði, eða hvorttveggja, brást.
Þó varð þessi skortur á fjöl-
breyttni í atvinnuháttum enn til-
finnanlegri, þegar kröfur um
margþætt lífsþægindi fóru að
færast í aukana.
Hér skal nú leitazt við að
lýsa, hvernig þriðji höfuðatvinnu
vegur þjóðarinnar, iðnaðurinn,
kom til bjargar, og hve mikið
hlutverk hann hefir unnið og
mun vinna í framtíðinni.
Frá upphafi fslandsbyggðar
og fram undir síðustu aldamót,
gætir iðnaðar mjög lítils með
þjóðinni. Allan þann tíma er svo
að segja eingöngu um fábreyttan
heimilisiðnað að ræða. Orsakir
þess eru einkum þær, að landið
er fátækt af flestum þeim hrá-
efnum, sem mest eru notuð til
iðnaðar. Málmar finnast hér
varla, að minnsta kosti ekki svo,
að nokkuð gagn hafi orðið að.
Skógar hafa verið litlir og ekki
komið að notum, hvað þetta
snertir, nema við kolabrennslu
áður fyrr, Rekaviður hefir á öll-
um tímum bætt ofurlítið upp
skógleysið, því að menn hafa
byggt úr honum hús og verk-
færi og ýmiskonar áhöld og list-
gerða hluti.
En eitt hráefni hefir þó alla
tíð verið til í landinu og mikið
notað. Það er ullin. Hún hefir og
verið útflutningsvara, einkum ó-
unnin. Fyrr á tímum var vað-
málið meira að segja almennur
gjaldmiðill.
íslendingar hafa fram að síð-
ustu aldamótum búið í dreifðum
bændabýlum, því að þorp og'
kaupstaðir mynduðust ekki fyrr
en á seinni áratugum. Þess vegna
var ekki um neinn verulegan iðn-
að að ræða í landinu. Vefarar,
tré-, járn-, gull- og silfursmiðir
höfðu jafnvel þessi störf einkum
í hjáverkum, því að aðalatvinna
þeirra var landbúnaður eða fisk-
veiðar.
Það, sem fyrst verður að minn-
ast, þegar talað er um iðnað í
stórum stíl, á íslenzkan mæli-
kvarða, er Skúli Magnússon og'
iðnstofnanir hans. Hann er hér
brautryðjandi á þessu sviði. Á
pE/R sem vilja fá vandadar vör-
ur með sanngjörnu verðikoma
===== fyrst í verzíun , 1 ==