Iðnaður og verzlun


Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Qupperneq 4

Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Qupperneq 4
2 IDNAÐUR OG VERZLUN VEIÐARFÆRI VERKFÆRI. SMlÐATÓL GASLUKTIR, OLÍULUKTIR, ÚTGERÐARVÖRUR SAUMUR ALLAR TEG. VEGGLAMPAR, PRÍMUSAR, GÓLFMOTTUR, GANGADREGLAR, VÉLAÞÉTTINGAR VÖRUR TIL SKIPA- OG BLIKKFÖTUR, VÉLAREIMAR BÁTASMlÐA SÁPUR, SÓDI, VÉLAFEITI BURSTAVÖRUR ALLSK. SMURNINGSOLÍUR • I SEGL — ÁBREIÐUR OLÍUBRÚSAR, ELDSLÖKKVARAR, ÞVOTTASNÚRUR, LEGUMÁLMUR SJÓMANNA- OG VERKA- VATNSSLÖNGUR, BLÝ. ZINK. TIN. MANNA FATNAÐUR. REGNKÁPUR HITABRÚSAR, FÆGILÖGUR, HÚSGAGNAGLJÁI, MÁLNINGARVÖRUR KLOSSAR - GÚMMÍSKÓR, VATNSLEÐURSÁBURÐUR, SKÓÁBURÐUR, MEDUSA CEMENTS- HNÍFAR ALLSK. ÞÉTTIR GÚMMÍSTÍGVÉL. GARN ALLSK. Ofangreindar vörur ávallt fyrirliggjandi í fjölbreyttu úrvali. VERZLUN O. ELLINGSEN H.F. ELSTA OG STÆRSTA VEIÐARFÆRAVERZLUN LANDSINS. SÍMAR: 3605 & 4605 fyrri hluta átjándu aldar var iðn- aður og verksmiðjurekstur í miklum blóma í Danmörku. Skúli var hinn mesti framkvæmdamað- ur og sá glöggt, hve þörfin fyrir aukinn og fjölbreyttari atvinnu- rekstur var rík. Enda var stjórn landsins, sem eins og kunnugt er, var í höndum Dana, orðið það ljóst, að reisa varð atvinnu- vegina við, ef allt átti ekki að fara i kaldakol. Þá voru þær skoðanir uppi meðal stjórnmála- manna, að auður hverrar þjóðar færi eftir því, hvernig komið væri atvinnuvegum hennar, sér- staklega þó landbúnaði og iðnaði. Skúli Magnússon færði það þegar í tal við helztu menn þjóð- arinnar á alþingi 1750, hvernig hægt væri að vinna að viðreisn atvinnuveganna. Var talað um að stofna hlutafélag, til þess að koma á fót ullariðnaði, en lin- lega tekið á því máli. En á þing- inu 1751 lagði Skúli fram við- reisnartillögur sínar og vaf1 þá stofnað hlutafélag, sem ætlaði að reisa við atvinnulíf þjóðarinnar á öllum sviðum. í því félagi voru margir helztu forvígismenn lands- ins. Skúli var þó höfuðstoð þess og framkvæmdamaður. Hann fór utan og á fund stjórnarinnar og sagði henni nákvæmlega fyrir- ætlanir félagsins og hét á lið- veizlu hennar. Stjórnin brást vél við og lét því í té tíu þúsund ríkisdala styrk og lagði þrjár jarðir, Reykjavík, Effersey og Hvaleyri, til iðnstofnana, sem fé- lagið ætlaði að reisa. Svo var á næstu árum komið á fót verk- smiðjum fyrir ullariðnað og sút- un skinna, og þófaramyllu og lit- unarhúsi. Þá var og komið á brennisteinssuðu í Krísuvík. — Þegar stjórnin sá forustuhæfi- leika Skúla í þessum efnum, jók hún framlög til stofnananna og mun hún hafa lagt þeim alls um 60 þúsund ríkisdali. Hér skal ekki rakin frekar saga þessara stofnana né barátta hins mikla brautryðjanda ís- lenzks iðnaðar við erlend verzl- unarfélög og hvernig þeim tókst að íokum að koma stofnununum fyrir kattarnef. Iðnstofnanirnar og starf Skúla Magnúss. varð, þrátt fyrir öll mistök, giftudrjúgt íslenzku athafnalífi. Menn lærðu að nota ný verkfæri, og þær voru á blómaskeiði sínu í raun- inni iðnskóli þjóðarinnar og lögðu grundvöllinn að Reykjavík sem bæ. Eins og áður er sagt, er það ekki fyrr en um og eftir síðustu aldamót, að iðnaður fer að fær- ast í aukana hér á landi. En um þennan stórmerka þátt í íslenzku athafnalífi eru ekki til neinar samfelldar skýrslur eða yfirlit, aðeins hrafl af fróðleik í ýms- um áttum, sem illt er að ná sam- an og vinna úr, svo að hér er einungis unnt að stikla á nokkr- um atriðum, sem frásöguverð þykja. Árið 1800 voru í Reykjavík 5 iðnaðarmenn, en íbúar 300. — Fimmtíu árum síðar eru hér 40 iðnaðarmenn og íbúatala 1150. Um aldamótin er talið, að hér hafi verið um 650 manns, sem starfaði að iðnaði, en þó var hann ekki aðalstarf þeirra allra. og íbúar voru um 6700. Þá eru Til jólagjafa: . Spænskar smásögur.

x

Iðnaður og verzlun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaður og verzlun
https://timarit.is/publication/1725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.