Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Síða 20

Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Síða 20
18 IÐNAÐUR OG VERZLUN uðið á koddann og var þegar stein- sofnaður. Hann vaknaði urn tveim stundum siðar við það, að klukkan í næsta turni sló tólf. Er hann leit upp, sá hann, að það var daufur, flöktandi ljós- bjarmi i herberginu. Hann reis upp við dogg', ógurleg hræðsla greip hann. Hann var glaðvaknaður. Hvílutjöldin til fóta voru hálf opin. Hann leit í spegilinn á snyrtiborðinu beint fram undan, og þar blasti við honum spegil- mynd Geirþrúðar. Hún var hjúpuð lík- klæðum og hélt á krossi í hægri hendi en rýting í þeirri vinstri. Nú rann honum kalt vatn milli skinns og hörunds, því þetta var ékki draumur, ekki missýning, heldur hræði- legur veruleiki. Þetta var hvorki beina- grind né holdlaus vofa, það var Geir- þrúður sjálf með bláfölva dauðans í andlitinu. Bleikar rósir og græn blöð gægðust út á milli hinna þurru, lit- lausu lokka. Það skrjáfaði í blómun- um, og það var eins og gólfið hvíslaði, þegar dragsíð líkklæðin drógust eft- ir því. Blendau sá í speglinum, við skin beggja kertanna, sem nú brunnu með snarkandi loga, hinn starandi gljáa í augum Geirþrúðar, og nábleik- ar varirnar. Hann reyndi að hlaupa út úr rúminu til þess að komast að dyrunum, sem hann hafði komið inn um, en skelfing- in hafði gert hann magnþrota, svo hann gat hvorki hreyft legg né lið. Geirþrúður kyssti krossinn; hún virt- ist vera að biðja bænar með sjálfri sér. Blendau gat greint hreyfingu varanna, sem ennþá báru menjar hins banvæna eiturs. Hann sá vesalinginn horfa aug- unum til himins, en svo hóf hún rýt- inginn á loft og nálgaðist hvíluna með æðisgengnu augnaráði. Blendau var í þann veginn að missa meðvitundina, er hún dró hvílutjöldin Heppilegasti vetra rfatnaðurinn er kambgarnsföt frá G e f j u n. ■ Fjölbreytt úrval af smekklegum fataefnum ávalt fyrirliggjandi.. Verksmiðjuútsalan (Gefjun) Aöalstræti. Ef yður vanfar fallega og sferka skó, - þá kaupið Iðunnorskó. Margar gerðir í öllum sfærðum jafnan fyrirliggjandi Verksmiðjuúisalan (Iðunn) Aðalstræfi.

x

Iðnaður og verzlun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaður og verzlun
https://timarit.is/publication/1725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.