Iðnaður og verzlun - 01.12.1937, Qupperneq 22
IÐNAÐUR OG VERZLUN
20 ----------------------------------
Þegar hann vaknaði, var ljósgiæta
hins kalda vetrarmorguns að gægjast
inn um gluggann. Blendau reis upp
frá gólfinu og seildist með skjálfandi
höndum til klæða sinna. Hann var all-
ur stirður og þjakaður, og- náttskyrtan
var ennþá vot af svita. En þó hann
væri mjög þreyttur og máttfarinn,
myndi enginn máttur hafa megnað að
fá hann til þéss að reyna að hvílast
lengur i þessu herbergi.
Fyrst reyndi hann að telja sjálfum
sér trú um, að þetta hefði aðeins ver-
ið hræðilegur draumur. En þegar hann
gáði að kertunum, sá hann, að það gat
ekki komið til mála. Á snyrtiborðinu
stóð kertið, sem hann hafði látið
við hvíluna um kvöldið og slökkt á
því þar, þegar hann var háttaður.
Hann tók eftir því, að bæði kertin
voru nær þvi útbrunnin, þó aðeins
hefði logað á þéim stutta stund um
kvöldið. Hann tók einnig eftir því, að
dyrnar, sem hann hafði læst um kvöld-
ið, voru nú harðlæstar eins og hann
hafði skilið við þær.
Blendau hafði ekki hugrekki til þess
að segja neinum frá þessu hræðilega
æfintýri. Hann langaði ekki til þess
að láta hlæja að sér fyrir ímyndunar-
veiki, og láta fjölskyldu Rebmanns
henda garnan að sér. Og ef hann, á
hinn "bóginn, gæti sannfært fólkið um
raunveruleika þessa atþurðar, myndi
enginn framar fást til þess að búa í
þessari höll, þar sem Geirþrúður og
hinn svivirðilegi elskhugi hennar höfðu
stefnumót á hverri nóttu.
En ef hann væri þögull og segði
ekkert frá þessu, myndi hann verða
beðinn að sofa aðra nótt í gráa her-
berginu, og til þess skorti hann bæði
hugrekki og þrótt.
Hann klæddi sig því í skyndi, lædd-
ist í gegn um höllina, meðan allir
sváfu enn, fór út í hesthús og steig á
bak hesti sínum. Án þess að kveðja
nokkurn, þeysti hann eftir snjótroðn-
ingunum í gegn um skóginn áleiðis til
SNYRTIVÖRUR„
6KLÚJ «<
Ég held þú ættir, vinur, að sigla sama veg
og „Silfur-Skeifu" kaupa þér í náðum,
því hana borðar presturinn og hana borða ég
og hertoginn af Windsor líka — bráðum.
^Silfur-Skeifan*
er vinsælasta smjörlí kið,
hún er hertoga-matur.
r
s
mjor
íkisgerð.
FRIGG-bónið fræga er bæjarins bezfa bón.
ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F.