Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1929, Blaðsíða 63

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1929, Blaðsíða 63
LEIÐARVÍSIR fyrir skipbrotsmenn, sem lenda á suðurströnd íslands. Þegar skip strandar á söndunum í Skaftafellssýslu, er trygg- ast fyrir skipshöfnina að vera um borð eða halda sig við skipið í lengstu lög, reyna ekki að fara i land áður en menn eru komn- ir frá bygðinni. Hættan á að skipið brotni, er mjög lítil, en sandur hleðst fljótt umhverfis skipið, svo að þurt verður kring- um það um fjöru. Komi skipshöfnin að landi á Breiðamerkursandi, skal hún fara heim að bænum Kvískerjum, sem er undir fjallinu, beint fyrir sunnan vesturendann á Breiðamerkurjökli. En verði strandið hjá Jökulsá, en þó fyrir vestan hana, mun vanalega \era rjettast að stefna á sæluhúsið, sem er rjett hjá jökulröndinni, um IV2 sjóm. fyrir vestan upptök Jökulsár. I sæluhúsinu skulu þeir, sem veikir eru, bíða, á meðan hinir leita hjálpar að Kvi- skerjum. Ef skipshöfnin lendir á sandinum fyrir austan Jökulsá, á hún að halda í norðaustur til Reynivalla milli jökulsins og sjávar. Á svæðinu milli Ölduóss og Knappavallaóss er altaf hægt að Icomast að Knappavöllum, undir fjallinu. Bæirnir sjást langt að. Milli Knappavallaóss og Ingólfshöfða og frá Ingólfshöfða vest- ur Skeiðarársand að Hvalsýki eru leiðarstaurar, sem gefa mönn- um leiðbeiningu um, hvaða stefnu skuli taka. Milli stauranna er að jafnaði 1 km. Víða, sjerstaklega við alla stærri ósa, eru festir á staurana kassar og eru í þeim geymd kort og leiðbein- ingar á íslensku, dönsku, þýsku, ensku og frakknesku um það, hvernig best sje að ná til bygða. Venjulega er ein veruleg ófæra á þessu svæði, en þetta breytist og verður staurum og leiðar- vísum breytt eftir því, en kortin eru ekki nákvæm og þau er ekki liægt að leiðrjetta. Lendi skipshöfnin á sandinum austan við þessa ófæru, verður hún að fara í austur — bíða eftir fjöru við ósana — og reyna að ná til Ingólfshöfða, en sje komið að landi fyrir vestan skal hakla í vestur að skipbrotsmannahæl- inu á Kálfafellsmelum. Á Ingólfshöfða er skipbrotsmannahæli, sem stendur austan til á höfðanum, allnærri vitanum. Það er 9,5 m. X 4,5 innanmál. Vegghæðin er 2,2 m., hæð til mænis 3,75 m. Tóftin er hlaðin úr grjóti, en að utan úr grasgrónum sniddum. Þakið er járnklætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.